Minnisvarði um merkan innflytjanda

Það er ekki að spyrja að stórhug Björgólfs Thors - 600 milljónir í borgarsjóð og aðrar 200 til að endurbæta eitt fegursta hús miðbæjarins og glæða það lífi. Ekki síður finnst mér það vel til fundið að ætla húsinu það hlutverk að halda á lofti minningu og ævintýralegum ferli langafa Björgólfs, Thors Jensen en fá athafnaskáld íslensk hafa átt ævintýralegri feril í viðskiptum, nema ef vera skildu þeir feðgar, Björgóflur Thor og Björgólfur Guðmundsson.

Ævi og afrek Thors eiga mikið erindi til Íslendinga nútímans að mínu viti. Ekki bara vegna þeirrar þrautseigju, útsjónarsemi, stórhugs og framsýni sem hann sýndi í atvinnurekstri sínum, heldur ekki síður vegna uppruna hans og þess félagslega þanka sem var honum leiðarljós. Thor Jensen kom nefnilega til Íslands sem slippur og snauður Dani og varð á endanum, þrátt fyrir boðaföll og brotsjói, ríkasti maður Íslands. Hann lagði grunn að atvinnuuppbygginu landsins á sinni tíð og óhætt er að fullyrða að atvinnuvegir og þjóðfélagið allt hefðu þróast með öðrum hætti ef hans hefði ekki notið við.

Um þetta allt og arfleifð Thors má annars lesa í skemmtilegri bók Guðmundar Magnússonar, Thorsararnir og ætti sú bók að vera skyldulesning öllum þeim sem hyggja á frama í atvinnulífinu.

En ef "Frjálslyndiflokkurinn" hefði verið við völd á tímum Thors, hefðu þeir sjálfsagt vísað honum úr landi og öllum hans "útlensku" áhrifum.

 Pælum í því !


mbl.is Varanleg sýning, fundarsalir og gestaíbúð að Fríkirkjuvegi 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband