Hvernig minnkum við launamun kynjanna ?

1004376 Í haust ákvað ég að skella mér í MBA nám við Háskóla Íslands og tekst þar á við fræðin með frábærum kennurum og samnemendum sem koma úr öllum áttum samfélagsins. Ótrúlega fjölbreyttur og skemmtilegur hópur sem hefur reynt sitt af hverju.

Eitt af verkefnum okkar sl. mánuði hefur verið að vinna tillögur til að minnka kynbundin launamun á Íslandi, en einsog við þekkjum virðist okkur lítið ganga í þeim efnum. Þrátt fyrir framsækna löggjöf sem bannar mismunum á grundvelli kynferðis og víðtæka samfélagssátt um að slík mismunun sé ólíðandi virðist það staðreynd að uþb. 15% af launamun kynjanna megi rekja til kynferðis eins og sér.

Þriðjudaginn 6. febrúar mun MBA námið og Feministafélagið standa fyrir opnum fundi, þar sem 4 af þeim 8 tillögum sem MBA hóparnir unnu, verða kynntar og ræddar. Fundurinn sem verður í Öskju, stofu 132 er öllum opinn og hefst kl. 16.30.

Minn hópur leggur til að launaleynd verði afnumin með lögum hér á landi, enda er það sannfæring okkar að þar ekki síst, standi hnífurinn í kúnni. Ég ætla ekki að upplýsa frekar um innihald eða röksemdir okkar fyrir tillögunni á þessu stigi en hvet alla áhugasama um málefnið til að fjölmenna á fundinn.

Hvað finnst okkur annars um tillögu sem þessa ?

Pælum í því !

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Mér finnst frábært að sjá MBA nema vinna að svona hagnýtu og mikilvægu máli. Kemst ekki á fundiinn, en hlakka til að frétta meira af þessu.

Svala Jónsdóttir, 6.2.2007 kl. 09:18

2 identicon

Gangi ykkur vel með þetta og vonandi finnið þið MBAingar lausn á þessu stóra vandamáli !!

HH (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband