Nýtt landslag í íslenskum stjórnmálum

428786ANý ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefur tekið við völdum og með skipun ráðherra og þingflokksformanna hafa ríkisstjórnarflokkarnir mótað nýja ásýnd á forystu flokkanna. Breytingin hjá Sjálfstæðisflokki er reyndar ekki mikil í augnablikinu, en hjá Samfylkingunni er ljóst að breyddin vex og ný andlit verða gildandi. Á sama tíma þurfa stjórnarandstöðuflokkarnir að hörfa inná við og sleikja sárin eftir "hildarleik" undanfarinna vikna. Ekki síst á þetta við um Framsóknarflokkinn og VG, en forysta beggja flokka hefur skaðast mjög í eftirmála kosninganna og þarf án efa tíma til að ná áttum á ný. 

Nýtt landslag er því að mótast í íslenskum stjórnmálum.

Stjórnarsáttmálinn og sú uppstokkun sem boðuð er á verkefnum ráðuneyta boða spennandi umbrotatíma næstu misserin. Áherslan á málefni velferðar, loftlags, Evrópu, þróunarsamvinnu, jafnréttis, umhverfis og innflytjenda sýnir svo ekki verður um villst að Samfylkingin hefur sest í ríkisstjórn og málefni hennar eru komin á dagskrá. Ráðuneytaskipanin ætti síðan að tryggja eftirfylgni málefnanna með markvissum hætti.

Nýrri forystusveit Samfylkingarinnar í ríkisstjórn óska ég hjartanlega til hamingju með daginn og þjóðinni allri með nýja og frísklega ríkisstjórn.

Það er sannarlega vor í lofti í íslensku þjóðlífi.

Pælum í því !


mbl.is Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hrannar, hvað varð um sjávarútvegsstefnu Samfylkingarinnar?   Sé tekið mið af flokkssamþykktum og stefnuskrá Samfylkingarinnar stendur (eða stóð?) sá flokkur næst Frjálslyndum. Samfylkingin átti til skamms tíma í sínum röðum þingmanninn Jóhann Ársælsson, sem að öðrum ólöstuðum hafði framúrskarandi þekkingu á sjávarútvegsmálum. Ég bind vonir við menn eins og Kristján Muller og Karl V Matthíasson, sem er nýkominn á þing aftur. Þessir mætu menn hafa þó greinilega ekki haft nein áhrif á stjórnarsáttmálann. Því miður.

Sigurður Þórðarson, 24.5.2007 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband