Stjórn hinna miklu skatta !

50541Það er athyglsivert að eitt af óumdeildum afrekum þessarar ríkisstjórnar er og verður sífellt hækkaðar skatttekjur og hækkuð útgjöld hins opinbera.

Í dag sendi Glitnir út meðfylgjandi töflu sem sýnir þessa þróun ágætlega fyrir fyrsta ársjórðung undanfarinna ára.   

Ætli þessi 65% sem vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn í næstu ríkisstjórn hafi óskir um að áfram verði haldið á þessari braut ? - stefnu aukinna skatta og ríkisútgjalda !

Pælum í því !


mbl.is Flestir vilja Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Lárusson

Held að þú sért ekki alveg að ná þessu rétt. Það er rétt að hér er fjallað um hækkaðar skatttekjur, en það er ekki sama og hækkuð skattprósenta. Það fylgist nefnilega ekki alltaf að. Reyndar er fylgnin öfug. Það að ríkið hafi meiri tekjur er ekki slæmt. það að ríkið rukki meira er slæmt. Auknar tekjur styrkja bara ríkið og gera því betur kleift að aðstoða þá sem minna meiga sína. Að geta aukið skatttekjur án þess að auka skattprósentu er náttúrulega bara gott. Enn betra þegar það er hægt með því að lækka skatta.

Já, ég held að þessi 65% sem vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn í næstu ríkisstjórn hafi óskir um að áfram verði haldið á þessari braut. - Aukinna tekna og lægri skattprósentu.

Jón Lárusson, 4.5.2007 kl. 22:27

2 identicon

Skattprósenta segir lítið, skattar eru innheimtir á margan hátt innan ríkisgeirans og erfitt að tala um prósentur fullyrða um hækkun eða lækkun.  Skattar eru innheitir m.a. með stimpilgjöldum, flóknum tollum, einstaklingar hafa persónuafslátt mánaðarlega sem dregst af staðgreiðslu mánaðar osfrv. 

Skattar og útgjöld ríkisins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hafa hækkað síðan 2003 sem þýðir einfaldlega að ríkið stækkar meira en aðrir þættir í þjóðfélaginu, (hlutfall samneyslu hefur aukist).  Skattar hafa því hækkað í tíð þessarar ríkisstjórnar.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 00:59

3 Smámynd: Depill

Kaupmáttur fólksins hefur samt sem áður aukist gífurlega í þokkabót líka. Skelfilegt!

Mér finnst það allt í lagi að ríkið sé að innheimta meiri tekjur ef að kaupmátturinn minn sé samt að vaxa.

 Ennfremur sé ég ekki betur en á þessu grafi að hlutfall innheimtaðra tekna á móti greiddum gjöldum fari hækkandi sem er ekkert nema gott, greiða niður skuldir ríkisins.     

En ekki ertu virkilega að reyna halda því fram að einhver stjórnarandstöðuflokkana ætlar að MINNKA skattinnheimtuna. Mér sýnist öll umræðan þar snúast um að eyða miklu meira og þá væntanlega skattinnheimta miklu meira.

Depill, 5.5.2007 kl. 10:34

4 Smámynd: Þarfagreinir

Aðalmálið hér er að flokkur sem talar fjálglega um hversu vel hann hefur staðið sig í að lækka skatta hefur í raun aukið skattheimtuna verulega. Er það trúverðugt?

Þarfagreinir, 5.5.2007 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband