Sálfræðihernaður eða raunveruleg ógn ?

IMG_3136Það er greinilegt að keppinautar Westham óttast að Eggerti og félögum muni takast hið ótrúlega, að bjarga Westham frá falli með ótrúlegum endaspretti. Liðið hefur spilað mjög vel í síðustu leikjum sínum og það var hrein unun að fylgjast með liðinu yfirspila Everton á Upton park fyrir rúmri viku síðan. Ég kann ekki skýringar á slöku gengi félagsins á tímabilinu, en leikur liðisins er greinilega að smella saman og það er allt of gott til að falla úr úrvalsdeildinni ensku.

Eigum við ekki að segja að íslenski andinn sé loksins farin að blása þeim eldmóð í brjóst Smile

Hótun keppinautanna um að halda baráttunni um sætið í úrvalsdeildinni áfram innan réttarsala, í stað þess að sætta sig við að lúta í gras á vellinum sjálfum er ótrúlega lúaleg. Ekki síst í ljósi þess að nýjir eigendur hafa tekið við liðinu, allsendis ótengdir og ábyrgðarlausir af þeim málum sem fjallað er um og ómögulegt er að halda því fram að félagið hafi hagnast á þessum æfingum - amk gaf framistaða þess framanaf tímabilinu ekki slíkt til kynna.

Ég vona að hér sé aðeins um sálfræðihernað að ræða og allir aðilar sætti sig við úrslitin eins og þau falla á vellinum. Það væri amk ömurlegt ef Westham myndi bjarga sér frá falli en verða á endanum dæmt úr úrvalsdeildinni, vegna mistaka eða misgjörða fyrrum eigenda.

Pælum í því ! 


mbl.is Whelan: Samtök um að kæra ákvörðunina um West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það má ekki gerast, áfram West Ham

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.5.2007 kl. 17:22

2 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

Sammála, mér finnst þessi Wigan stjóri Whelan búin að ákveða að hans lið falli og þetta er bara óp fallandi manns. Stjórn deildarinnar er búin að dæma í málinu og miðað við Bretana þá breytist ekki sá dómur. West Ham eru flottastir með Eggert í broddi fylkingar.

Óli Sveinbjörnss, 4.5.2007 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband