12.12.2008 | 09:47
Öfugmæli forseta ASÍ
Hann sparar ekki stóryrðinn forseti ASÍ í umfjöllun sinni um fjárlögin. Ég skil hinsvegar ekki hvað honum gengur til enda virðist orðaflaumurinn í litlu samhengi við innihald fjárlaganna, amk hvað varðar hag hinna verst settu.
Samhvæmt fjárlagafrumvarpinu munu allar bætur lífeyrisþega hækka um 9.6% um áramótin og hið sama mun eiga við um frítekjumörk og viðmið sem lúta að útreikningi bótanna. Umrædd hækkun mun bæta að fullu þróun verðlags yfirstandandi árs og veita talsverða viðspyrnu inní það næsta, m.v. fyrirliggjandi spár. Líklegt er þó að einhver kjaraskerðing eigi sér stað vegna efnahagsástandsins meðal lífeyrisþega sem ekki njóta lágmarksbóta.
Þá liggur það fyrir að fyrirheit um hækkun persónuafsláttar munu ganga eftir og hækkun skatta mun því fyrst og fremst bitna á þeim sem hafa hærri tekjurnar. Þeir sem eru með lægstu tekjurnar munu borga minna í skatt á næsta ári heldur en í ár, ef fjárlagafrumvarpið mun ganga eftir og auk þess njóta hærri barnabóta og vaxtabóta eigi það við.
Það sem skiptir hinsvegar mestu máli, og Gylfi virðist algerlega líta framhjá, er að lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega mun hækka um 19,9% um áramótin og fara úr 150.000 í 180.000 ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. Um fjórðungur lífeyrisþega mun njóta umræddrar tryggingar ef af líkum lætur.
Í desember 2007 voru lægstu tekjur lífeyrisþega ríflega 126 þús hjá einstæðingum og ríflega 103 þús hjá sambúðarfólki og því munu tekjur þessa hóps, sem verst stendur í samfélaginu hækka um ríflega 50 þúsund á einu ári, um hátt í 50% !
Hvernig í ósköpunum getur forseti ASÍ haldið því fram að ráðist sé að öldruðum og öryrkjum sem verst standa í ljósi staðreyndanna ?
Á sama tíma mun davinnutekjutrygging launþega hjá ASÍ, hækkað úr 125 þús í 157 þús, eða um 25,6%. Samanburður lægstu tekna lífeyrisþega og lægstu taxta hjá ASÍ hefur ekki verið lífeyrisþegum hagfeldari í annan tíma - amk ekki svo lengi sem mínar tölur sýna.
Öllum sanngjörnum mönnum hlýtur því að vera ljóst að með fyrirliggjandi fjárlögum er ríkisstjórnin að gera sér sérstakt far um standa vörð um kjör hinna verst settu. Ég átti satt best að segja von á því að því myndi talsmaður ASÍ fagna.
Formaður Öryrkjabandalagsins kemst enda að allt annari niðurstöðu og hrósar ríkisstjórninni fyrir að verja velferðina og öryrkja í erfiðu ástandi.
Pælum í því !
Endurskoðun samninga frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir þetta
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:47
Góð grein, við sem erum komin á bætur og höfum aðrar tekjur mér finnst sjálfsagt að við tökum eithvað á okkur eins og aðrir.Ég hef altaf vorkent ungafólkinu sem er að koma sér fyrir, meira en fólki sem komið er á aldur, það var ekki alið upp í eyðslu samfélagi.
Ragnar Gunnlaugsson, 12.12.2008 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.