Blessað barnalán

feðginÞá er hún loksins komin til okkar !

Í 9 mánuði höfum við fylgst með henni vaxa og dafna undir mjúku hörundi móður sinnar og beðið í ofvæni. Heilbrigð ? Strákur eða stelpa ? Næturhrafn eða svefnpurka ? Dökkhærð eins og pabbinn ?

Stóra stundin rann upp kl. 04.19 sunnudaginn 17. febrúar. Eftir hetjuleg baráttu þeirra mæðgna í heitum potti í Hreiðrinu, kom stúlkan, syndandi í fang móður sinnar og bauð okkur góðan daginn. 12 merkur, 49 cm, dökkhærð og fagureygð - allt eins og faðir hennar fyrir rúmum 40 árum !

Hvílíkt kraftaverk !

Nú þegar styttist í tveggja vikna afmælið, virðist einnig ljóst að þessi undrastúlka hefur sótt ýmislegt til móður sinnar. Blíð og yfirveguð, brosmild og athugul og það sem okkur foreldrunum þikir ekki síst ánægjulegt, hún sefur og sefur, nærist vel og tútnar út með hverjum deginum. Sannkölluð fyrirmyndarstúlka ! foreldrar á heimleið

Þrátt fyrir þrjú eldri börn, hvert öðru yndislegra, verður maður alltaf jafn heillaður og undrandi í návist svona lítillar manneskju. Lífsviljinn og persónuleikinn skín í gegn frá fyrsta degi og daglega vinnast nýjir sigrar. Það er ekki laust við að maður öfundi kvenkynið af þeirra stórkostlega hlutverki í að ala í heiminn þessar litlu manneskjur og koma þeim á legg. Sem betur fer fáum við feðurnir sífelt meiri hlutdeild í því ævintýri með lengra fæðingarorlofi en líklega munum við þó aldrei komast með tærnar þar sem konurnar hafa hælana í þessum efnum.

Pælum í því !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Yndislega falleg og ´"mjúk" færsla.......innilega til hamingju með þetta litla kraftaverk.... ég bíð reyndar sjálf eftir svona kraftaverki..... á von á lítilli ömmustelpu á maí......

Fanney Björg Karlsdóttir, 1.3.2008 kl. 10:53

2 Smámynd: Landfari

Innilega til hamingju með nýja erfingjann.

Góð pæling hjá þér þó ég þykist nú vita að margar konur vildu gjarnan geta komið þessu verkefni, meðgöngu og fæðingu, yfir á karlana. Þetta gengur ekki altaf jafn smurt og maður gæti ímyndað sér að það hafi gert í ykkar tilfelli. Getur verið ansi strembið hjá sumum og jafnvel lífshættulegt. En sem betur fer nær alltaf jafn ánægjulegt þegar það er afstaðið og ávöxturinn kominn í ljós. 

Landfari, 1.3.2008 kl. 13:03

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Til hamingju með litlu hnátuna!

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 14:18

4 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Til hamingju

Valgerður Halldórsdóttir, 1.3.2008 kl. 18:56

5 identicon

Til hamingju

Þinn gamli vinur Öddi (Akureyri)

Örn Arnarson (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 21:08

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Falleg færsla.  Til hamingju með litla kraftaverkið ykkar!

Sigríður Sigurðardóttir, 1.3.2008 kl. 21:32

7 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Til hamingju með litlu stúlkuna, megi ykkur farnast vel.

Lára Stefánsdóttir, 1.3.2008 kl. 22:09

8 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 1.3.2008 kl. 23:57

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með nýja fjölskyldu meðliminn.    Börnin eru alltaf best þegar þau sofa

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.3.2008 kl. 04:19

10 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Kæri Hrannar!

Innilega til hamingju með prinsessuna. Hringdi einmitt í vinnuna þína í þar síðustu viku og var þá sagt að þú værir farinn í fæðingarorlof. Við í saumaklúbbnum héldum árshátíð þá helgi, bjóðum ykkur með að ári.

Megi prinsessan ykkar dafna vel.

Anna Karlsdóttir, 2.3.2008 kl. 23:30

11 Smámynd: Alfreð Símonarson

Til hamingju, alltaf gaman að fjölga mannkyninu

Ég vona að ég sé ekki ókurteis ef ég plögga hérna aðeins minni nýust færslu með video af efnarákum yfir Reykjavík. Ég er að reyna að safna sem flestum í þessa umræðu og er öllum það frjálst að bæta við athugasemd ef þið viljið tjá ykkur um þetta ákveðna málefni:

Víða efnarákir yfir Reykjavík, krakkar ekki borða snjóinn!!





Kær kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 2.3.2008 kl. 23:43

12 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega til hamingju Hrannar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.3.2008 kl. 02:51

13 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Til hamingju með litlu dótturina.

Svala Jónsdóttir, 3.3.2008 kl. 19:39

14 Smámynd: Ísdrottningin

nlega til hamingju með nýju prinsessuna.
Hvert og eitt þeirra er hreinasta kraftaverk Það er satt.

Ísdrottningin, 10.3.2008 kl. 16:25

15 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Til hamingju

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.3.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband