Hvað verður nú um prófið ?

Eitt af viðfangsefnum mannauðsstjórnunarinnar er, hvað eigi að leggja til grundvallar við ráðningu starfsmanna. Viðtölin spila stóra rullu, framkoma, fyrri störf, meðmæli, prófgráður og hitt og þetta er notað til að meta hvort einstaklingurinn eigi eftir að standa sig eða ekki. Í mannauðstíma í MBA náminu í síðustu viku voru við að ræða þessa hluti og þá vakti ég máls á þvi, hversu furðulegt það í rauninni er, hvað einkunnir , próf og umsagnir skólakerfisins mega sín lítils í þessu mikilvæga ferli.

Öll erum við hinsvegar alin upp við hið gagnstæða, sagt að góðar einkunir skipti miklu máli uppá framtíðina osfrv., en þegar kemur að mannaráðningum í raunveruleikanum, þá spyrja nánast engir um einkunnir og ótrúlega fáir meira að segja um prófgráður.

 Ef einhverjir ættu að geta gefið umsögn sem vit væri í vegna atvinnuumsóknar ættu það hinsvegar að vera kennarar. Umsögn sem tæki til persónueinkenna, hæfileika, námsgetu og félagsþroska – allur pakkin gæti verið undir og fátt í fari einstaklinga ætti að sleppa undan fráum augum kennaranna eftir samvistir í mánuði og jafnvel ár á skólabekk.  

 

Ég held að þarna eigi samfélagið ónýtta auðlind. Auðlind sem gæti nýst atvinnulífinu til að stórbæta árangur sinn við mannaráðningar og þar með kostnað við mistök í þeim efnum en ekki síður, auðlind sem gæti nýst skólakerfinu vel til að auka vægi skólastarfsins til mikilla muna. Hver myndi annars efast um réttmæti þess að það skipti máli að standa sig vel í skólanum, ef það yrði vinnuregla hjá atvinnurekendum landsins að hringja alltaf í kennarana þegar kanna ætti kosti og galla þeirra sem leituðu eftir vinnu hjá viðkomandi ?

Pælum í því !
mbl.is 476 kandídatar brautskráðir frá Kennaraháskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband