Um framleiðni námsmanna

mba-fjaranÁtta spennandi nemendaverkefni voru kynnt í mannauðstíma MBA námsins í dag. Verkefnin spönnuðu mjög vítt svið mannauðsstjórnunar, allt frá starfsmannahandbókum á netinu og  starfsmannaráðningar, upptöku mannauðskerfa og  mannauðsstjóra  yfir í ítarlegra greininga á einstökum skipulagsheildum. Mjög fróðleg og yfirgripsmikil vinna hefur greinilega farið fram í hópunum undanfarnar 6 vikur.  

 

Á kynningardögum sem þessum veltir maður óneitanlega fyrir sér, hvurslags “power” er í svona hóp námsmanna og hversu miklu hann getur komið í verk og áorkað. Ég er nokkuð viss um að afrakstur þessara verkefna, sem flest eru unnin samhliða vinnu, meira að segja sem takmarkaður hluti námsins sem fram fer á sama tíma, myndi án efa kosta skipulagsheildirnar vel á annan tug milljóna, ef hefðbundnir ráðgjafar hefðu unnið þau. Á annan tug milljóna !

Þegar haft er í huga að flestir áfangar námsins eru byggðir upp með svipum hætti, yfirleitt 4 stór raunverkefni á hverju misseri, má reikna með að bein framleiðni hvers misseris sé ekki undir 50 milljónum króna , fyrir utan þá framleiðni sem felst í náminu sjálfu.  Í ljósi þess að allir þáttakendur í náminu eru þar af fúsum og frjálsum vilja og greiða reyndar vel á þriðju milljón króna fyrir að geta stundað það, má velta fyrirsér hvort ekki væri skynsamlegt fyrir fyrirtæki landsins að setja upp eða kaupa MBA nám eða eithvað svipað sem hentar þeirra starfsemi, beint fyrir sína starfsmenn. KB banki gæti t.d. haldið uppi 50 manna bekk allan ársins hring og látið starfsmenn sína með þeim hætti margfalda framleiðni sína á sama tíma og þeir myndu binda þá skipulagsheildinni enn betur. Gætu ekki flest stærri fyrirtæki tekið MBA námið sér til fyrirmyndar í uppbyggingu mannauðs innan sinna raða ?  

 

Pælum í því !
mbl.is 372 kandídatar brautskráðust frá Háskólanum á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Hvernig er það hefur enginn valið það verkefni að gera úttekt á hagrænum áhrifum og ávinningi af MBA náminu - og þeim verkefnum sem þar er verið að vinna - ekki bara á Bifröst heldur á hinum stöðunum líka? Væru sennilega bæði forvitnilegar, áhugaverðar og umfram allt hagnýtar upplýsingar.

Kristín Dýrfjörð, 12.6.2007 kl. 11:07

2 Smámynd: K Zeta

Góð grein hjá þér Arnar.  Það er mikið sem við þurfum að svara til saka þegar Íraksmálið er annars vegar.  Gangi þér vel í MBA.

K Zeta, 17.6.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband