Útrásarauður frá Uganda til bjargar Flateyri

kristjánMaður var ekki fyrr búin að uppgötva einn af bestu útrásarsonum landsins á ráðstefnu um fjárfestingar í þróunarlöndum (sjá eldri pistil minn), en sá hinn sami kemur sem bjargvættur Flateyrar á hvítum hesti.

Eftir að hafa hlýtt á áhugaverðann fyrirlestur Kristjáns um ævintýri hans í Úganda og fengið smjörþefinn af lífsviðhorfum hans getur maður ekki annað en óskað Flateyringum til hamingju. Þeir hafa fengið öflugan bakhjarl sem lætur ýmislegt annað ganga fyrir en gróðann. Yfirlýsingar hans benda einnig til þess að það sem ráði för sé frekar ást til æskustöðvanna en von um ávöxtun.

Reyndar læðist að mér sá grunur að sjávarútvegurinn þurfi í ríkari mæli á slíkum sjónarmiðum að halda í framtíðinnni. Framtíðin virðist ekki mjög björt á þeim vígstöðvum.

Pælum í því !


mbl.is Oddatá kaupir allar fasteignir og tæki Kambs á Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband