Það sem máli skiptir

Á fimmtudaginn sat ég afar fróðlega ráðstefnu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, Útflutningsráðs, Utanríkisráðuneytisins og Fiskifélags Íslands um Fjárfestingartækifæri í Þróunarlöndum. Viðfangsefnið var nálgast frá þremur ólíkum áttum og vakti ýmsilegt athygli mína. Í dag ætla ég að fjalla um einn þessara þátta og síðan kemur vonandi meira. Þróunarsamvinna er nefnilega eitt af mikilvægari verkefnum samtímas að mínu viti - eithvað sem við ættum að ræða miklu, miklu meira.

Fulltrúar þriggja banka fluttu erindi á ráðstefnunni. Keran Kelleher, frá World Bank, Ásmundur Gíslason frá Glitni og Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri  Þróunarbanka Evrópu. Bankarnir nálgast verkefni í þróunarlöndum með afar mismunandi hætti. Glitnir algerlega á viðskiptalegum forsendum, Þróunarbankinn á viðskiptalegum forsendum einnig, en þó með það að markmiði að taka meiri áhættu og hlutverk hans er að veita fjármunum til uppbyggingar og þróunar, einkum í austur-evrópu og fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna í Asíu. World Bank hefur síðan skýrt hlutverk í að vinna gegn fátækt í heiminum og veitir því lán og styrki jöfnum höndum til verkefna sem stuðlað geta að markmið hans.    

 

Það vakti sérstaka athygli mína í erindi Baldurs, að svo virðist sem lunginn af bankakerfi þeirra landa sem Þróunarbankinn starfar í sé kominn í hendur á erlendum aðilum. Í sumum löndum er eignarhlutur erlendra aðila orðin hátt í 100% Ég geri mér grein fyrir því, að bankakerfið í þessum löndum var nánast rústir einar og hamlaði frekar en studdi við uppbyggingu þegar löndin tóku að opnast, en er ekki eithvað skrýtið við að þessi lífæð nútíma þjóðfélags, bankakerfið, sé að öllu leiti í höndum erlendra fjarfesta ?    

 

Ef til vill ekki, og klárlega ekki ef leikreglur hins frjálsa hagkerfis myndu virka í einu og öllu. Þá á ekki að skipta miklu máli hvort eignaraðilarnir eru innlendir eða erlendir. Ég hef hinsvegar miklar efasemdir um að þannig sé það orðið og verði á næstu áratugum í ýmsum af þessum löndum. Verða þessir bankar etv eins og nýlenduherrarnir í upphafi aldarinnar á þessum slóðum ? Raka til sín afrakstrinum af uppbyggingunni og hverfa með auðinn úr landi ?  Við skulum vona ekki. Í augnablikinu gegna þeir amk lykilhlutverki í að rífa þessi þjóðfélög upp og gera þeim kleift að efla atvinnulífið og bæta lífskjörin. Þeir eru því í forystu lífskjarabyltingarinnar sem þróunarlöndin þarfnast.   

 

Pælum í því !
mbl.is Gore gagnrýnir áhuga fólks á slúðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband