23.5.2007 | 15:10
Sumum ferst !
Ég veit eiginlega ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar maður les stóryrði Steingríms J. um að "Samfylkingin hafi hreinlega gefist upp á nýfengnum áhuga sínum á umhverfismálum." Þetta segir sami maðurinn og fyrir nokkrum dögum mætti í hádegisviðtal hjá stöð2 þar sem hann falbauð öll stefnumál VG í konsingunum, ef til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokk gæti komið. Þar var hann sérstaklega spurður út í stórðiðjuframkvæmdir í Helguvík og við Húsavík og í báðum tilvikum sá hann öll tormerki þess að hægt væri að stöðva þær framkvæmdir.
Þegar Samfylkingin nær því hinsvegar fram að "ekki verði farið inn á óröskuð svæði án samþykkis Alþingis, nema rannsóknar- eða nýtingarleyfi liggi fyrir", að "Askja, Brennisteinsfjöll, Hvervellir, Kerlingafjöll, Kverkfjöll og Tofrajökull" verði algerlega friðuð fyrir raski eða nýtingu amk þar til rammaáætlun liggur fyrir árið 2009, að "vatnasvið Jökulsár á Fjöllum verði bætt við Vatnajökulsþjóðgarðinn og tryggt að ekki verði snert við Langasjó í virkjanaskyni", að "stækkun friðlandsins í Þjórsárverum verði tryggð þannig að það nái yfir hið sérstaka votlendi veranna", að "Ísland verði í fararbroddi þjóða heims í umhverfismálum", m.a. loftlagsmálum og verndun hafsins og að umhverfisráðuneytið verð sérstaklega styrkt með auknum verkefnum, kallar Steingrímur það uppgjöf !
Ég segi nú bara - sumum ferst !
Pælum í því !
Steingrímur: Samfylking virðist hafa gefist upp á umhverfismálunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hamingju með nýju Ríkisstjórnina !
Mér líst vel á sáttmálann þó ég hefði viljað sjá gengið lengra í jafnréttismálum vona að verkin tali þar.. .. og á auðvitað von á því.
Umhverfismálin er ég hins vegar alveg sátt við. Steingrímur þarf bara að finan eitthvað, það er örugglega hundfúlt að klúðra svona hlutunum eins og hann gerði.
Heiða Björg (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.