Geymt en ekki gleymt úr ranni ríkisstjórnar

Enn ein könnunin staðfestir nú stórsókn Samfylkingarinnar og i ljósi þess að svörum í nýjustu könnun Capacent hefur verið safnað saman á vikutímabili má gera ráð fyrir því að staða Samfylkingarinnar sé í raun enn betri en þar kemur fram. Ég finn það enda allt í kringum mig að einstaklingar sem hafa verið óákveðnir um nokkurt skeið, jafvel verið að velta fyrir sér VG eða Sjálfstæðisflokki (sitt hvor hópurinn) eru að gera upp hug sinn og melda sig til Samfylkingarinnar.

Það sem mestu máli skiptir núna er að kjósendur geri það upp við sig, hvort þeir vilja skipta um stjórn eða ekki. Ef menn vilja skipta um stjórn, verða menn að kjósa aðra flokka en Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk. Þeir sem eru hræddir við stjórnarsetu VG geta ekki leyft sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í þeirri von að hann vinni ekki enn einusinni með Framsókn og þeir sem vilja að Framsókn snúi sér til vinstri verða að kjósa til vinstri. Yfirlýsingar forystumanna stjórnarflokkanna og gerðir þeirra sl. ár, ekki síst í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna sýna svo ekki verður um villt að þeir munu vinna saman ef þess gefst nokkur kostur.

Vilji menn stjórnarskipti VERÐA menn því að kjósa aðra flokka en stjórnarflokkana - svo einfalt er það.

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar hefur tekið saman fróðlegan og hnitmiðaðan lista yfir 40 atriði af "afrekaskrá" ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem hann telur mikilvægt að ekki falli í gleymsku á lokaspretti kosninganna.

Íraksstríðið, átökin við öryrkjana, átökin við aldraða, biðlistarnir, fjölmiðlamálið og Baugsmálið eru meðal þeirra atriða sem þar koma fram, en óhætt er að mæla með lestrinum. Það er hreint ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma.

Síðan er bara spurningin - viljum við lengja "afrekaskránna" enn frekar eða taka nýjan kúrs ?

Pælum í því !


mbl.is Samfylkingin aftur fram úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Taka nýjan kúrs ! það er engin spurning

Ingibjörg Sólrún mundi blómstra sem forsætisráðherra og íslenska þjóðin þarf á breyttum áherslum í stjórn landsins að halda. 

Heiða Björg (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband