Svo mælir Geir.

Í tilefni af þessari glæsilegu útkomu formanns Sjálfstæðisflokksins er við hæfi að ryfja upp þrjú af athyglisverðustu ummælum hans sl. mánuði.

Fyrst um áhugavert viðhorf hans til kvenna:

Það er ekki alltaf hægt að fara heim með sætustu stelpunni á ballinu, en önnur gerir kannski sama gagn.

Þá um kuldalegar kveðjur hans til fórnarlamba kynferðisofbeldis í Byrginu:

Auðvitað er erfitt að fullyrða að stúlkurnar hefðu ekki orðið barnshafandi hvort eð var...

Og að síðustu afstaða hans til erindis Árna Johnsen aftur á þing:

Árni [Johnsen] nýtur fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins

Svo mælir Forsætisráðherrann.

Pælum í því !


mbl.is Geir nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Svo finnst fólki þetta fyndið.....ótrúlegt. Hann tvíendurtók ummælin um Byrgisstelpunar.

Tómas Þóroddsson, 8.4.2007 kl. 00:37

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Vonandi tjáir Geir sig meira fyrir kosningar, það yrði bara svo gaman!

Haukur Nikulásson, 8.4.2007 kl. 00:40

3 identicon

Gaman ad sja hvernig Hrannar hinn tapsari maelir.....

Med olikindum hve lengi Samfylkingin aetlar ad "fylkja" ser a bak vid sinn formann, sem gerir tho ekkert nema ad draga Fylkinguna nidur!  Vid aettum kannski ad rifja upp fraeg ummaeli hennar um sina eigin thingmenn.

Gisli (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 00:59

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Í raun og veru ætti að umreíkna þessar vinsældartölur þannig að tekið væri tillit til stærð trúarsafnaðarins sem stendur að baki hverjum stjórnmálaforingja. Einu sinni gerði DV skoðanakönnun um vinsældir presta og vinsældir fór nokkurn veginn eftir stærð safnaðanna. 

Ef þetta væri gert með stjórnmálaforingjana yrði Ómar lang vinsælastur, síðan Jón Sigurðsson og þá Steingrímur. Ingibjörg yrði neðst sem er einkennilegt svo ekki sé meira sagt.  Kv. 

Baldur Kristjánsson, 8.4.2007 kl. 08:34

5 identicon

Það er kjörið að halda þessum ummælum til haga núna í aðdraganda kosninga.  Kannski leynist önnur manngerð á bakvið "vinalega auglýsinga- andlitið " hans Geirs  Hilmars en hann vill sýna.  Andlit forpokaðs manns haldinn kvennfyrirlitningu.  Kvennkyns kjósendur Sjálfstæðisflokksins ættu sérstaklega að minnast þessara ummæli þegar þær vakna á morgnanna.

baráttukveðjur 

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 13:15

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Varð smeykur eitt andartak. Hélt að þú værir skrifa um Geir Hallgrímsson. Var alveg búinn að gleyma Geir H. Haarde.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.4.2007 kl. 16:34

7 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Góður Vilhjálmur.

Tómas Þóroddsson, 8.4.2007 kl. 17:08

8 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Nei. Ágústa Sveinbjörnsdóttir mágkona Ingibjargar Sólrúnar var sætasta stúlkan á ballinu.... Hvar væri Geir í pílitíkinni núna ef Ágústa hefði???

Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.4.2007 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband