Bera íslenskir karlar ábyrgð á mansali ?

Eftir þá heiftúðugu umræðu sem fram hefur farið hér á landi um klám og kynlífsiðnað undanfarin misseri hljóta menn að staldra við þegar fréttir berast af mansalshring í okkar nánasta umhverfi. Á Costa Brava ströndinni á Spáni, þar sem þúsundir Íslendinga hafa notið sólar og sumarils hefur eftirspurnin eftir keyptu kynlífi orðið þess valdandi að amk 40 ungar konur hafa verið hnepptar í kynlífsþrældóm og lífi þeirra rústað.

Þeir íslensku karlar sem hafa keypt sér kynlíf hjá vændiskonum á Costa Brava ströndinni hljóta að spyrja sig áleitinna spurninga þegar þeir lesa slíka frétt.

Því miður eru þessar 40 stúlkur sem frelsaðar voru á Costa Brava ströndinni á Spáni aðeins lítið brot þeirra þúsunda kynsystra þeirra sem eins er ástatt um víða um heim. Frelsun þeirra veitir okkur hinsvegar innsýn í þann veruleika sem vændið og klámiðnaðurinn byggir á - þrælahald nútímans.

Á þessu þrælahaldi nútímans bera allir þeir ábyrgð sem kjósa að næra það með eigin eftirspurn. Hvort sem kynlífið er keypt á Íslandi, Kaupmannahöfn eða Costa Brava þá eykur það efturspurnina. Mansalshringirnir eflast við hver viðskipti og fleiri konur fala í valinn.

Vegna þessa eru kaup á vændi glæpur í mínum huga en á ekkert skylt við frjálslyndi eða frjálsræði.

Örlög stúlknanna 40 á Costa Brava verða vonandi til þess að enn fleiri karlar átta sig á ábyrgð sinni.

Pælum í því !


mbl.is Mansalshringur upprættur á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

manni verður hugsað til ystu myrkra sem Jesús talar um í þessu samhengi, þau eru svo sannarlega raunveruleiki þessara ólánsömu kvenna núna, en ætli ,,viðskiptavinirnir" muni upplifa þau myrkur í þessu lífi eða því sem tekur við??? Bara pæla...

SM, 7.4.2007 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband