Skipt um skoðun.

Pétur Gunnarsson hefur grafið upp afar athyglisverða ræðu Magnúsar Þórs, þingmans Frjálslyndaflokksins, sem flutt var á yfirstandandi kjörtímabili, árið 2004. Þar hveður nú við heldur betur annan tón í innflytjendamálum en þessa dagana hjá sama þingmanni.

Ég má til með að endurbirta ræðubútinn af heimasíðu Péturs:

Mér finnast reglur eins og um 24 ára aldurinn, 66 ára aldurinn og lífsýnatökur og annað lykta af nokkurs konar nesjamennsku sem kannski má útskýra með einhverri landlægri hræðslu sem liggur í þjóðarsálinni sem sennilega var plantað þar inn þegar Tyrkjaránin stóðu sem hæst árið 1627 eða þar um bil. [...] [Kolbrún Halldórsdóttir] sagði að núgildandi lög yrðu strangari, íslensku lögin um útlendinga, þ.e. þegar þær breytingar sem nú liggja fyrir þinginu verða komnar í gegn verði íslenska löggjöfin í rauninni strangari en sú danska. Mér varð svolítið bilt við að heyra það því danska löggjöfin hefur verið mjög umdeild, það dylst engum sem fylgist með dönskum stjórnmálum að einmitt útlendingalögin og stefna danskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda hefur verið mjög umdeild. Í Danmörku eru allt aðrar aðstæður en á Íslandi. Danmörk liggur miklu nær þéttbýlum svæðum í Evrópu og samgöngur á milli Danmerkur og annarra staða í heiminum, þaðan sem kannski kemur mikið af innflytjendum t.d. frá Afríku, Asíu, fjarlægum heimsálfum, eru með allt öðrum hætti en á Íslandi. Ísland er eyja úti í miðju Atlantshafi, það er yfir stórt og mikið haf að fara fyrir fólk sem vill hugsanlega koma hingað og fá hér aðsetur. Það er dýrt að ferðast hingað. Það eitt virkar því bara sem mikill hemill, (GHall: Enn þá.) frú forseti, á aðsókn útlendinga hingað til lands. Ég heyri að hv. þm. Guðmundur Hallvarðsson segir enn þá. Kann að vera enn þá. Ég gæti á vissan hátt tekið undir það. [...]Þá ber kannski að skilja löggjöfina núna sem svo að menn séu að reyna að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. En mér finnst það í raun og veru óþarfi og mér finnst þá kannski óþarfi að ganga svona langt að setja inn reglu eins og t.d. þá um 24 árin. Mér finnst það óþarfi. En nóg um það. 

Hvað ætli hafi orsaka þessi umskipti í málflutningi Magnúsar Þórs og Frjálslyndaflokksins ?

Pælum í því !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Merkilegt. Hann hefði betur haldið sig á þessari línu, segi ég nú bara.

Þarfagreinir, 6.4.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Er hægt að ætlast til að Magnús Þór hafi sömu skoðun lengur en 2 ár samfleytt?Vitanlega má hann skipta um skoðun, það eru mannrétindi hvers manns,því oftar því betra.

Kristján Pétursson, 6.4.2007 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband