"Skorts-stefna" frjálslyndra.

Síðustu daga hef ég átt í nokkrum orðaskiptum við forystumenn Frjálslyndaflokksins á blogsíðu Jóns Magnússonar. Tilefnið var leiftursóknin gegn útlendingum sem flokkurinn hóf um síðustu helgi og þau nýju meðöl sem Magnús Þór kynnti til sögunnar í Silfri Egils.

Nú hefur Frjálslyndiflokkurinn nefnilega fundið upp nýja hagfræðikenningu sem á að segja okkur að þenslan á Íslandi sé í raun erlendu vinnuafli að kenna. Grundvöll þessarar nýju hagfræðikenningar má finna í grein sem Kristinn H. Gunnarsson skrifar á heimasíðu sinni.

Um leið og ég hvet alla til að kynna sér grein Kristins og umræðurnar á blogsíðu Jóns, birti ég hér aftur síðasta innlegg mitt í þeirri umræðu:

Grein Kristins er vissulega athyglisverð lesning. Ég leyfi mér hinsvegar að fullyrða að engann fáið þið hagfræðinginn til að skifa uppá, að þær kenningar sem Kristinn setur þarna fram minnki verðbólgu eða komi þjóðinni til góðs með einhverjum hætti.

Þarna er lögmálum hagfræðinnar beinlínis snúið á haus !

Skortur á vinnuafli leiðir til hærra verðs á vinnuafli. Hærra verð á vinnuafli leiðir til hærra verðs á framleiðslu, vörum og þjónustu. Hærra verð á vinnuafli, vörum og þjónustu leiðir síðan til hærri verðbólgu. 

Við höfum reyndar gengið í gegnum slíkst ástand undanfarin ár og vitum nokkurnvegin hvar slíkt ástand kemur fyrst niður. Sjúkrahúsin, leikskólarnir, fiskvinnslurnar, grunnskólarnir, öldrunarstofnanirnar og yfir höfuð sú starfsemi sem ekki hefur svigrúm eða möguleika til að hleypa hækkun launa beint út í verðlagið tapa í samkeppninni og lamast. Það sem hefur bjargað þessari starfsemi hingað til eru innflytjendur.

Þetta viðurkenna allir sem vit hafa á.

Ég velti því hinsvegar fyrir mér, hvort "skorts-stefnan" sem Kristinn leggur til og Magnús virðist hafa gert að sinni í tilfelli innflytjenda, eigi að verða grundvöllur Frjálslyndaflokksins almennt. Mega kjósendur t.d. eiga von á sambærilegri lausn á vanda landbúnaðarins á Íslandi ?

Mun Jón Magnússon leggja til að innflutningur á matvælum verði heftur svo íslenskur landbúnaður fái "eðlilegt" verð fyrir afurðir sínar án utanaðkomandi samkeppni ? Er ekki eðiliegt að kjöroðin "Ísland fyrir Íslendinga" eigi við um bændur eins og aðra ? Er ekki líka rétt að "draga úr þennslunni" með því að takmarka möguleika almennings á matarkaupum með hækkandi verði matvæla ? Mér er spurn!

Um eitt get ég þó verið sammála Kristni og líklega Frjálslyndaflokknum, að á endanum munu öll þjóðfélög sem vinna eftir þeim "hagfræðikenningum" sem Kristinn boðar, enda án þenslu. Þau munu brotlenda eða öllu heldur brenna upp í óðaverðbólgu og óhagkvæmni. Slíkt Ísland hygg ég að fáir vilja byggja eða heimsækja en etv finnst Frjálslyndaflokknum slík framtíð hugnanlegri en ef hér væri blómlegt atvinnulíf sem laðaði að landinu einstaklinga og fyrirtæki erlendis frá. Ef svo er, þá er "skorts-stefna" Kristins vissulega málið !

Pælum í því !


mbl.is Hugsanlegt að koma manni á þing með 1% atkvæða á landsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband