30.3.2007 | 10:38
Áfram Valgerður !
Enn stend ég mig að því að vera sammála Valgerði Sverrisdóttur. Þessi veruleiki hefur ágerst eftir að mér í auknum mæli hefur tekist að losa mig við lærða Alþýðubandalagsfordóma æskunnar í garð atvinnulífsins og áhuginn á efnahagsmálum og viðskiptum hefur aukist.
Sem Iðnaðar- og viðskiptaráðherra var Valgerður afar umdeild, ekki síst vegna forgöngu hennar í stóriðjumálum, en mér fannst hún ávalt standa þá plikt með miklum myndarbrag. Samhvæm sjálfri sér í uppbyggingaráformunum, rökföst og öfgalaus. Ætli hún eigi ekki einhvern þátt í að koma mér ofan af þeirri rökleysu sem mér finnst allt of algeng um þessar mundir, að orkufrekur iðnaður sé einhverrahluta vegna óæskileg starfsemi - eigi amk ekki heima á Íslandi.
Eftir að Valgerður varð utanríkisráðherra tók hinsvegar steininn úr. Ég er bara sammála nánast öllu sem hún er að gera þar - finnst ég loksins hafa eignast utanríkisráðherra ! Ég verð að vísu að taka allt samningaruglið við Bandaríkin út af Keflavíkustöðinni út fyrir sviga í þessum efnum, en það má líka alveg skrifa það á reikning Geirs Haarde.
Á þeim stutta tíma sem Valgerður hefur verið utanríkisráðherra hefur hún gjörbreytt ímynd ráðuneytisins. Þar leika nú ferskir, mjúkir kvennavindar í stað þess karllæga, spillta leyndarsamfélags sem áður einkenndi ráðuneytið. Í stað hernaðarhyggju og stríðleikja strákanna, er áherslan núna á þróunaraðstoð, viðskipti og alþjóðlegt samstarf. Einmitt svona vil ég að Ísland beiti sér á alþjóðavetvangi, sem ábyrgur boðberi mannúðar og ekki síður frjálsræðis í viðskiptum. Þar höfum við eithvað fram að færa og ekkert kemur hrjáðum löndum heimsins betur en einmitt slíkt framlag af hendi hinna betur stæðari landa.
Ég vona að utanríkisráðnuneytið haldi áfram á sömu braut, hvort sem Valgerður verður þar í forsæti eða ekki. Ég held reyndar að sjónarmið hennar og þær breyttu áherslur sem hún hefur sett á dagskrá í ráðuneytinu myndu njóta sín mun betur í ríkisstjórn undir forsæti Samfylkingarinnar. Þá kæmust evrópumálin meira að segja á dagskrá líka !
Pælum í því !
130 milljónir til viðbótar í þróunarsjóð EFTA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Merkilegt uppgjör hjá þér Hrannar, úr pólitískri ánauð í bernsku og yfir í dúnmjúkan faðm framsóknar og sjálfsagt íhaldsins líka, því ekki dugar fylgi samfó og fammara til að mynda ríkisstjórn. Bernskubrekin verða auðvitað ekki endurtekin með því að taka VG með í nýja ríkisstjórn. Sendi þér auðvitað baráttukveðju, með þá von í brjósti, að Eyjólfur hressist.
Þorkell Sigurjónsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 14:52
Sælir félagar og afsakið þessa töf á svari.
Ég held að það geti vel verið sannleikskorn í þeim spádómi Kolbeins og Samfylkingin verði nokkurskonar Framsóknarflokkur 21 aldarinnar. Ef það verður í þeim skylningi að verða leiðandi afl við mótun þjóðfélagins eins og Framsóknarflokkurinn var lengstum á þeirri 20, þá er það vel.
Ég held reyndar einnig að með tilkomu Samfylkingarinnar hafi Framsókn misst mikið af tilverugrundvelli sínum, enda hefur Samfó teygt sig lengra til móts við sjónarmið atvinnulífsins en forverar hennar nokkurntíma gerðu og þar með inná hefðbundið svæði Framsóknar/Sjálfstæðisflokks hér aður fyrr. Í mínum huga er það gott mál og hrein nauðsyn í nútímalegum jafnaðarmannaflokki.
Framsóknarmenn og Samfylkingarmenn eiga því ýmislegt sameiginlegt.
Ég reyni síðan af fremsta megni að sjá gott þar sem gott er og horfa í þeim efnum framhjá flokksskírteinum eða öðrum merkimiðum. Ánægja mín með Valgerði ber því ekki að túlka sem svo að ég sé að verða framsóknarmaður. Sem betur fer er fullt af góðu fólki í öllum stjórnmálaflokkum og ef eithvað er, þá er maður allt of latur við að hossa því. Gagnrýnin á það sem miður fer virðist einhverra hluta vegna eiga auðveldari aðgang að tjáningunni.
Bk.
Hrannar Björn Arnarsson, 3.4.2007 kl. 23:23
Ágætir punktar Hrannar B. Íslenskt pólitík er alltof svart-hvítt og reyndar alveg sérstaklega síðustu misseri. Nefni nokkur dæmi álver, virkjanir, klám, vændi, jafnréttisumræðan/fémínismi, sjálfstæðismenn, kommar, meintir framsóknarmen, samfó o.fl., o.fl. Málefni meiga aldrei verða svart-hvít, þjóðin hefur margvísilegar skoðanir á mönnum og málefnum og því ber að hampa enda byggist lýræðið á slíkum skoðanaskiptum. Oft þarf að finna góðar lausnir. Stundum dugar að skipta sér ekki af málefninu og lausnin kemur af sjálfu sér. Ótrúlega oft "deyr" málefnið - það var s.s. alvör málefni heldur bara vindgnauð.
Kær kveðja
Sveinn
Sveinn Valdimar Ólafsson, 7.4.2007 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.