30.3.2007 | 00:27
Djarft teflt !
Þeir meiga eiga það hjá Múrbúðinni að þeir hafa teflt afar djarft í markaðssókn sinni gegn stóru byggingarvöruverslununum. Auglýsingar undanfarinna vikna hafa án efa sáð verulegum efasemdum hjá núverandi viðskiptavinum BYKO og Húsasmiðjunnar og ég hygg að öllum afsláttartilboðum þessara fyrirtækja sé tekið með varúð þessa dagana.
Hefði hin eftirlýsta kvittun ekki komið í leitirnar, hefði sá djarfi leikur einfaldlega gert útafvið núverandi markaðsstefnu stórfyrirtækjanna - tilboðin hefðu virkað öfugt í framhaldinu. Þar með hefði Davíð lagt Golíat með sannkölluðum style.
En ein kvittun fannst og því geta BYKO og Húsasmiðjann enn haldið haus. Ég er hinsvegar viss um að þar á bæ hafa menn verið skjálfandi á beinunum og gert allt sem í þeirra valdi stóð til að grafa upp kvittanir. Ein kvittun er hinsvegar auðvitað ekki neitt, neitt og ef þær verða ekki einhverjir tugir á endanum staðfestir það fullyrðingar Múrbúðarinnar um að hin uppsettu verð séu plat. Ætli BYKO hafi ekki selt einhver þúsund af málningardósum í þessari stærð ? Og það finnst ein kvittun !!
Ég verð að viðurkenna að ég hef óskaplega gaman af því að fylgjast með svona markaðsátökum, ekki síst þegar Davíð er að slást við Golíat og tekst vel upp. Ég vona svo sannarlega að Múrbúðin uppskeri í samræmi við athyglina sem fyrirtækið hefur náð og það verður spennandi að fylgjast með næstu uppátækjum þeirra. Múskó heimasíðan er t.d. tær snilld.... Verst að maður þarf ekkert á byggingarvörum að halda þessa dagana, þá gæti maður tekið þátt og greitt atkvæði með veskinu.
Hvað ætli "Múskó" verslununum hafi oft tekist að plata mann með þessum hætti ?
Pælum í því !
Kvittun fyrir málningarkaupum kom í leitirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.