15.3.2007 | 17:50
Enn ein "ekki hafa áhyggjur" fréttin ?
Nú er ég búin að lesa þessa frétt 5 sinnum og einu skilaboðin sem eru klár eru þessi - ekki hafa áhyggjur af loftslagsbreytingunum, afleyðingar þeirra eru ofmetnar.
Eftir að hafa séð mynd Al Gore (sjá pistil minn hér á síðunni) tek ég frétt sem þessari af mikilli varúð. Afhverju er ekkert sagt um hinar "raunverulegu áhyggjur" sem við ættum að hafa ? Hvaða "afmörkuðu svæði " er verið að vísa til í rannsókninni ? Hvernig í ósköpunum getur það staðist að "eithvað annað" geti haft meiri áhrif á fjölbreytileika dýrategunda en loftslagsbreytingarnar, þegar fyrir liggja spádómar vísindamanna um að afleyðingar loftslagsbreytinganna gætu orðið nánast umpólun á flestum vistkerfum jarðarinnar innan tiltölulega skamms tíma ef ekkert verður að gert ?
Þessi frétt hefur öll einkenni svikaljóss, þó ekki sé ég að áfellast blaðamanninn á nokkurn hátt. Vísindamennina og skýrslu þeirra þarf ég hinsvegar að kynna mér betur áður en ég kaupi það sem þeir hafa sett í fréttatilkynninguna. Það hringja allar viðvörunarbjöllur í höfðinu á mér !
Pælum í því !
Aðrir þættir en loftslagsbreytingar stuðla að fækkun dýrategunda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Umhverfismál
Umhverfismál
- Hinn óþægilegi sannleikur Heimasíða heimildamyndar Al Gore
- Heimsvakt umhverfisins Flest sem þú þarft að vita um umhverfismál
- Umhverfisvefur Reykjavíkurborgar Allt um umhverfismál í Reykjavík
- Loftgæði í Reykjavík - rauntímauppl. Andaðu fersku lofti !
Þjóðmálaspekingar
Samherjar í netheimum
- Hallgrímur Helgason Heimasíða Hllgríms Helgasonar
- Guðmundur Ólafsson Heimasíða Guðmundar
- Svanfríður Jónasdóttir Heimasíða Svanfríðar
- Róbert Marshall Heimasíða Róberts
- Helga Vala Helgadóttir Heimasíða Helgu Völu
- Oddný Sturludóttir Heimasíða Oddnýjar
- Þórunn Sveinbjarnardóttir Heimasíða Þórunnar
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir Heimasíða Steinunnar Valdísar
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Heimasíða Ástu R
- Katrín Júlíusdóttir Heimasíða Katrínar
- Mörður Árnason Heimasíða Marðar
- Björgvin G. Sigurðsson Heimasíða Björgvins
- Össur Skarphéðinsson Heimasíða Össurar
- Jóhanna Sigurðardóttir Heimasíða Jóhönnu
- Árni Páll Árnason Heimasíða Árna Páls
- Ágúst Ólafur Ágústsson Heimasíða Ágústs Ólafs
- Dagur B. Eggertsson Heimasíða Dags
- Helgi Hjörvar Heimasíða Helga
Alþjóða- og efnahagsmál
Áhugaverðar síður
- Sameinuðu þjóðirnar Heimasíða sameinuðu þjóðanna
- Þróunaráætlun Sameinuðuþjóðanna Heimasíða millenniumpromise
- Sjóður Sameinuðu þjóðanna Heimasíða sjálfstæðrar stofnunnar sem vinnur með Sameinuðu þjóðunum
- MBA nám Háskóla Íslands
- M5 - með puttann á púlsinum
- Endum fátækt - eflum viðskipti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 69098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- gunnarb
- adalheidur
- agnar
- malacai
- amal
- godsamskipti
- volcanogirl
- annabjo
- annapala
- arnalara
- noriv
- attilla
- agustolafur
- asarich
- astar
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- kaffi
- bergthora
- birnag
- bjarnihardar
- gudmundsson
- bjorkv
- bingi
- bleikaeldingin
- bryndisisfold
- bodvar
- calvin
- rustikus
- dagga
- silfrid
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ellasprella
- hafmeyja
- evropa
- fararstjorinn
- sifjar
- fridrikof
- gislisig
- gudni-is
- gudfinnur
- vglilja
- gudjonbergmann
- mosi
- gudmundurmagnusson
- gummisteingrims
- gudridur
- gudrunkatrin
- gmaria
- gudrunvala
- gunz
- gunnarhrafn
- habbakriss
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- hallurmagg
- haukurn
- skessa
- helenak
- hehau
- 730
- belle
- drum
- tulugaq
- don
- hreinsi
- hordurj
- ibbasig
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingo
- x-bitinn
- id
- isdrottningin
- jakobk
- hansen
- ravenyonaz
- jonastryggvi
- jonr
- uglan
- kallimatt
- hugsadu
- credo
- kristinnhalldor
- kristinast
- roggur
- kristjanh
- kristjanmoller
- kiddip
- kikka
- krilli
- lara
- maggib
- magnusmar
- margretsverris
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nanna
- nykratar
- poppoli
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- perlaoghvolparnir
- hux
- rannthor
- bullarinn
- salvor
- xsnv
- saradogg
- sigfus
- sigmarg
- sigbogi
- einherji
- zsigger
- siggikaiser
- siggisig
- hvalur
- sigurjons
- sigurjonth
- snjolfurolafsson
- hvala
- solrunedda
- stebbifr
- steingrimurolafsson
- kosningar
- svalaj
- svenni
- svatli
- kariaudar
- saethorhelgi
- tidarandinn
- tommitomm
- tommi
- truno
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- eggmann
- postdoc
- tharfagreinir
- tolliagustar
- thil
- theld
- tbs
- doddibraga
- thorolfursfinnsson
- toddi
Athugasemdir
Skrítið með VG hve þeir eru mikið á móti "Renewable energy sources" í anda "Sustainable Development" og þar ber hæst andstaða við vatnsorku okkar íslendinga. Jú, þeir vilja leyfa svokallaðr rennslisvirkjanir þar sem aðeins er notast við rennsli í ám og þá minnsta rennsli því annars fæst ekki stöðugt afl heldur mismikið eftir árstíðum í jökulfljótum. Það þarf að nýta þessa virkjunarkosti og það kallar á mannvirki eins og stíflur. Reyndar virðast VG vera voða hræddir við stíflur - þær eru svo illa gerðar og áhættumatið ekki pappírsins virði, sagði Álfheiður Inga síðasta sumar. Jahá, gott að fá það sérfræðiálit og var það alveg sérstaklega málefnanlegt innlegg í umræðu sem í kjarnann snýst um sjálfbæra þróun! Vatnsorka "Hydropower" er talið upp undir merkjum sjálfbærrar þróunar sem endurnýtanlegir orkugjafar og þá er rétt að snúa sér nú almennilega að því að nýta þá - um það ættu nú allir að geta verið sammála. Enda er lofthjúpurinn yfirfullur af CO2 - koltvísýrling. Hvers konar froðasnakk er þetta hjá VG að tala jöfnum höndum um sjálfbæra þróun sem "Divine" hugtak en mein samt eitthvað allt annað. Óábyrg stefna VG í umhverfismálum verður örugglega ekki endurnýtt enda alls ekki í anda sjálfbærrar þróunnar.
kær kveðja
Sveinn
Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 20:04
Hrannar, það er grundvallaratriði í vísindum að efast um ALLAR kenningar þar til búið er að sanna þær með óyggjandi hætti. Þessi rétttrúnaður sem er að skapast í kringum koldíoxíðsmengunina er alls ekki hollur mönnum því það er engin leið að sanna að hún sé hin eina sanna orsök loftslagsbreytinga. Það eru meira að segja til nokkuð augljósar vísbendingar um að aukið magn koldíoxíðs í loftinu geti að hluta til verið afleiðing hækkandi hita - ekki orsök. Margar fleiri kenningar eru til um orsök hækkandi hita, m.a. kenningar um sveiflur í segulsviði sólarinnar sem geti orsakað hitabreytingar upp á þúsundir gráða á yfirborði hennar. Slíkar breytingar myndu augljóslega hafa áhrif á jörðinni. Ísaldir hafa komið nokkuð reglulega undanfarin milljón ár, eða á ca. 100.000 ára fresti. Fyrir amk tvær síðustu þeirra hækkaði hitastig á jörðinni mjög snögglega um hátt í 10°C (mjög snögglega = 500-1000 ár). Fyrir báðar þessar ísaldir fór meðalhiti töluvert yfir það sem hann er í dag og ekki var maðurinn til staðar til að skapa þær aðstæður.
Spádómar vísindamanna eru ekkert annað en það - spádómar. Yogi Berra á að hafa sagt einhvern tíma: "It's always difficult to make predictions, especially about the future." Ekki er dýra- og plönturíkjunum ekki ætluð mikil aðlögunarhæfni í þessum dómsdagsspám sem nú ríða yfir heimsbyggðina. Dýrategundir hafa horfið og orðið til í milljónir, ef ekki milljarða ára og margar þeirra hafa séð það svartara en koldíoxíðútblástur mannsins. Sama má segja um manninn - það er eins og menn sjái ekkert annað en að mannkynið glati allri þekkingu í einu vetfangi og skríði inn í hella í dýraskinnum með trjálurk til að berja á hverjum öðrum með.
Það er grundvallaratriði að menn horfi á alla myndina - ekki einblína á einn hlut eins og til sé einhver patentlausn. Það er líka nauðsynlegt að fólk spyrji spurninga í báðar áttir, spurninga eins og t.d. hverjir eru það sem standa á bak við rannsóknir sem sýna að maðurinn sé eina orsökin, rétt eins og þarf að spyrja hverjir það eru sem gera rannsóknirnar sem segja að maðurinn hafi ekkert með þetta að gera.
Ef fólk fengist til að hætta þessu ofstæki og ræða málin af alvöru væri kannski hægt að komast að raunverulegu stöðunni. Fyrir ekki lengra síðan en 600 árum voru allir vísindamenn á vesturlöndum sannfærðir um að jörðin væri miðpunktur alheimsins. Í dag er stærstur hluti vísindamanna sannfærður um að maðurinn sé að eyða öllu lífi á jörðinni. Það eru mýmörg dæmi um það í sögunni að þegar örfáir vísindamenn standa gegn því sem vísindasamfélagið og almenningur "vissi" þá höfðu þessir fáu rétt fyrir sér. Menn mega ekki gleyma því að það sama gæti verið uppi á teningnum núna.
Gulli (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 20:51
Það er svo sem hægt að beita fyrir sig endalausum tilvitnunum í hinar og þessar rannsóknir um hitt og þetta. Sannanir eða afsannanir á kenningum. Einhverra hluta vegna segir samt "kommon sens" mér að áframhaldandi mengun á þeim gríðarlegum mælikvarða sem á sér stað í dag muni hafa afleiðingar á umhverfið. Og mér þykir alltaf jafn furðulegt þegar að fólk vill ekki horfast í augu við það og fer að tala í einhverjum krúsidúllum að þetta sé bara ofstæki, bara eitthvert umhverfissinnatal. Fólk trúði því nú einu sinni að jörðin væri miðpunktur alheimsins.
Ólöf Birna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 10:13
Heil og sæl og þakka ykkur fyrir innleggin.
Ég get heilshugar tekið undir orð Ólafar um að mér finnst ekki málefnalegt í þessari umræðu, að vísa til vanþekkingar í fortíðinni eða tala um ofstæki umhverfisverndarsinna. Mér sýnist enda að Gulli hafi næga þekkingu á málefninu til að ræða það án slíkra þrætubókartrixa.
En vissulega á maður að efast. Eitt er þó að efast og annað að lifa í afneitun. Hið síðarnefnda finnst mér einkenna málflutning þeirra sem hamast gegn boðskap þeirra sem berjast fyrir aðgerðum í lotslagsmálum þessi misserin. Í mínu huga eru rökin fyrir ógnvænlegum afleiðingum gróðurhúsaáhrifanna og áhrifum mengunar mankyns á aukningu þeirra, svo yfirþyrmandi að það væri hreint glapræði að taka ekki mark á þeim og reyna að bregðast við.
Ég get hinsvegar leyft mér að vona að Gulli og aðrir hafi rétt fyrir sér og ekkert sé raunverulega að óttast - en ég ætla ekki að taka sénsinn og láta eins og ekkert sé. Til fróðleiks læt ég fylgja með slóð á nýjustu skýrslu vísindamanna um málið - ógnvænleg lesning en sannfærandi. http://www.ipcc.ch/SPM2feb07.pdf
Að síðustu vil ég leyfa mér að taka undir flest sem Sveinn sagði. Ég lít einmitt svo á að eðlilegt framlag Íslands til lotslagsmálanna sé að taka vel á móti stóriðju. Á meðan ströng mengunarskilyrði og endurnýjanleg orka er grundvöllur starfsemi þeirra, hlýtur að vera heppilegra fyrir heimsbyggðina að slíkar verksmiðjur rísi hér, frekar en annarsstaðar þar sem aðstæður eru ekki eins umhverfisvænar.
bk.
Hrannar Björn Arnarsson, 17.3.2007 kl. 17:53
Ótrúlegt en satt, ég fékk nákvæmlega svörin sem ég bjóst við - útúrsnúning og uppgerðar skoðanir!
Þið ættuð bæði að draga andann nokkrum sinnum og lesa aftur það sem ég skrifaði.
Ólöf sagði:
"Það er svo sem hægt að beita fyrir sig endalausum tilvitnunum í hinar og þessar rannsóknir um hitt og þetta. Sannanir eða afsannanir á kenningum."
Þetta er nákvæmlega það sem ég á við með rétttrúnaði: "Kenningin sem ég trúi er sú eina rétta - allar aðrar kenningar og rannsóknir eru rangar". Þú áttar þig kannski ekki á því að það er ennþá bara kenning að maðurinn sé að orsaka þetta allt saman. Þú ert að byggja þína eigin "kommon sens" skoðun á kenningu, ég er einfaldlega að benda á að það eru til fleiri kenningar um sama mál, ég sagði ekkert um að þær væru eitthvað réttari en sú sem þú kýst að trúa án efasemda.
Ég var ekkert bara að tala um ofstæki nátturuverndarsinna, ég var að tala um ofstækið í þessum málum yfirhöfuð - bæði með og á móti. Mér finnst fólkið sem heldur því fram að ekkert sé að óttast alveg jafn ofstækisfullt og vitlaust og fólkið sem sér þetta sem einu hugsanlegu ástæðuna.
Hrannar, ég segi aldrei í mínu svari að ekkert sé að óttast né heldur að kenningin um koldíoxíðsmengunina sé röng, ég nefni einfaldlega að það eru til fleiri kenningar um ástæður hækkunar hita og þær þarf að skoða ekkert síður en þá sem er vinsælust akkúrat núna. Það að halda að koltvísýringsútblástur mannsins sé eina mögulega ástæðan er ekki bara barnalegt heldur líka beinlínis heimskulegt, vistkerfið og sólkerfið eru miklu flóknari fyrirbæri en svo að hægt sé að fullyrða um að eina mögulega uppspretta vandamálsins sé eitthvað eitt atriði, hvað sem það heitir.
Ég nefndi dæmið um fólkið og miðpunkt jarðarinnar af mjög sterkri ástæðu og satt að segja Hrannar hélt ég að þú myndir sjá tilganginn með því. Ástæðan er sagan, eitt stærsta vandamál mannkynsins er að það harðneitar að læra af sögunni - það sem hefur gerst áður getur gerst aftur. Ég játa að það var kannski til fullmikils ætlast að stjórnmálamaður áttaði sig á slíku. Þið talið bæði fjálglega um að fólk hafi verið fáfrótt og illa upplýst fyrir 600 árum - hvað haldið þið að fólki muni finnast um okkur eftir 600 ár? Ef við harðneitum öðrum hugsanlegum skýringum án þess að skoða þær frekar erum við ekkert betur upplýst en fólkið fyrir 600 árum.
Ég hef meira að segja annað dæmi - miklu nær okkur í sögunni. Fyrir aðeins 40 árum síðan var meirihluti vísindamanna sannfærður um að öll þessi mengun sem maðurinn er að skapa myndi steypa jörðinni í nýja ísöld! Í dag hlæjum við að því og "vitum" að jörðin er á leiðinni inn í óstöðvandi hækkun hitastigs. Hver veit - kannski á fólk eftir að hlæja sig máttlaust yfir því eftir 40 ár.
Enn eitt Hrannar, þörfin fyrir að efast um allt gildir líka um mynd Al Gore. Ég er ekki búinn að sjá hana sjálfur en stefni á að gera það. En þetta er sami maður og þakkaði sjálfum sér fyrir að internetið hafi orðið til. Það dugar mér til að setja amk spurningarmerki við það sem hann hefur fram að færa.
Gulli (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 00:18
Sæll aftur Gulli.
Við skulum endilega vera sammála um að efast áfram og spyrja spurninga, ekki síst ef við getum verið sammála um það einnig að bregðast samhliða við í samræmi við sannfæringu okkar hverju sinni en sitja ekki með hendur í skauti og bíða eftir hinum endanlega sannleika. Hann kemur nefnilega aldrei, hversu lengi sem við bíðum - amk ekki ef nægilega margir halda áfram að efast og spyrja spuninga :)
En mér leikur forvitni á að vita hvað þú vilt gera - eða hvort þú vilt eithvað gera yfir höfuð í þessum loftlagsmálum. Fáum við "rétttrúarmennirnir" einhverja línu frá þér um það ?
bk.
Hrannar Björn Arnarsson, 18.3.2007 kl. 22:38
Sæll aftur Hrannar, hef verið í stökustu vandræðum með að pósta hérna inn undanfarna daga - þess vegna svara ég svona seint.
Jú, við getum endilega verið sammála um að bregðast við eftir sannfæringu hvers og eins, svo framarlega sem sú sannfæring grundvallast ekki á að þvinga alla aðra til að fara eftir henni.
Auðvitað þarf að gera eitthvað í mengun, hvort sem hún er loftmengun eða einhver önnur. Hins vegar verða menn að stoppa aðeins við og athuga hvort lausnirnar eru í raun eitthvað betri. T.d. hef ég verið að sjá undanfarna daga að sólarorkuver eru víst ekki alveg þessi draumalausn sem haldið hefur verið fram til þessa, meginorsakirnar eru kadmíum (Ca) sem notað er við framleiðslu sólarorkuspeglanna og telst vera mjög eitrað - amk hafa farsímaframleiðendur verið gagnrýndir mjög mikið fyrir notkun á rafhlöðum sem innihalda kadmíum en líka gríðarleg orka sem fer í framleiðslu á speglunum sem fer víst verulega nærri því að núlla þá orku sem speglarnir geta framleitt á 20 ára líftíma sínum. Annað sem bættist svo við í morgun er að sænsk yfirvöld voru að átta sig á því að sparnaðarperurnar sem voru fram til þessa svo umhverfisvænar innihalda kvikasilfur sem er svo gott sem bannað alls staðar orðið vegna mengunarhættu.
Gulli (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.