Myndi eiður skipta máli ?

Ég verð að viðurkenna, að ég varð afar undrandi þegar ég heyrði að menn væru eithvað að velta því fyrir sér að boða Davíð Oddsson í vitnastúkuna í Baugsmálinu. Það hvarlaði hreinlega ekki að mér að hann væri ekki þegar kominn á vitnalistann, enda einn aðal maðurinn í öllu dæminu að mati flestra. Æðsti prestur í samfélagi hinna "innmúruðu og innvígðu" eins og ritstjóri Morgunblaðsins lýsti genginu sem kom að undirbúningi herferðarinnar gegn Baugi í bréfaskriftunum við Jónínu Ben.

Er ekki orðið tímabært að Davíð svari undir eiði, hvers vegna hann í einkasamtölum (m.a. við Hrein Loftsson fyrrum aðstoðarmann sinn) fullyrti að Baugsmenn væru glæpagengi og að þeir væru á leið í fangelsi, löngu áður en rannsókn var hafinn á einu eða neinu í þeirra ranni ?

Er ekki orðið tímabært að Davíð svari undir eiði,  hvers vegna hann sagði ósatt um vitneskju sína um Jón Gerald og ásakanir hans á Baugsmenn ? Þegar Jón Gerald kom fram með ásakanir sínar fullyrti Davíð nefnilega að hann hann hefði hvorki heyrt af manninum né ásökunum hans. Nokkrum misserum fyrr hafði hann hinsvegar rætt þessi sömu mál við Hrein Loftsson eins og síðar kom fram.

Er ekki orðið tímabært að Davíð svari því undir eiði, hvers vegna hann þagði eins og steinn um meinta tilraun Baugsmanna til að múta honum með 300 milljónum þar til Bolludaginn góða ? Þá allt í einu, þegar Davíð þurfti að losna undan sífelt aðgangsharðari blaðamönnum vegna ósanninda hans um Jón Gerald dúkkar málið upp eins og það hefði gerst í gær. Engar sannanir, engin vitni, engin rannsókn... ekkert annað en upphrópanir Davíðs í smjörklípustíl.

Er ekki orðið tímabært að Davíð svari því undir eiði, hvaða þátt hann átti í ráðabruggi Styrmis, Jónínu Ben, Jóns Geraldar, Kjartans Gunnarssonar og Jóns Steinars um atlöguna að Baugi og uppvíst varð um þegar bréf Jóninu og Styrmis birtust alþjóð ? Mun hann eiðsvarinn svara því til að hann hafi ekkert heyrt eða vitað ? Að þessir helstu trúnaðarmenn hans til tuga ára hafi vélað með málið án hans vitneskju ? Ég vildi amk gjarnan sjá svipinn á honum ef og þegar hann myndi halda því fram.

Er ekki orðið tímabært að Davíð svari því undir eiði, hvort og þá hvers vegna hann hélt því fram við Forseta Íslands í aðdraganda þess að Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin, að hann væri með því að vernda menn sem ættu yfir höfði sér saksókn, eins og fram kom í grein Jóhanns Haukssonar í Ísafold ?

Er ekki orðið tímabært að einn af höfuðpaurunum í Baugsmálinu svari nokkrum spurningum undir eiði ?

Pælum í því !


mbl.is Davíð Oddsson kann að verða kallaður til vitnis í Baugsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Er ekki orðið tímabært að Davíð svari undir eið, hvers vegna hann í einkasamtölum við fjölda einstaklinga (m.a. við Hrein Loftsson fyrrum aðstoðarmann sinn) fullyrti að Baugsmenn væru glæpagengi og að þeir væru á leið í fangelsi, löngu áður en rannsókn var hafinn á einu eða neinu í þeirra ranni ?"

Er ekki rökrétt að álykta að glæpagengi eigi heima í fangelsi?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2007 kl. 08:39

2 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Hverju býstu við að Davíð svari?

Sigurður G. Tómasson, 1.3.2007 kl. 19:12

3 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sælir og afsakið þessa töf á svörum.

Ég er þess fullviss að fyrr eða seinna mun aðild Davíðs og forystu Sjálfstæðisflokksins að Baugsmálinu koma öll fram í dagsljósið. Sú mynd verður sífellt skýrari og nú í vikunni kom t.d. fram að blaðamenn Morgunblaðsins vissu um fyrirhugaða húsleit í húsakynnum Kaupþings í Lúxembúrg, á undan þeim sem leitað var hjá !

Fyrr eða síðar mun Davíð því tjá sig um málið allt og hver veit nema hann myndi nota vitnastúkuna sem slíkt tilefni. Jafnvel þó hann myndi ekki gera það, þá er kominn tími til að hann svari fyrir málið í heild, lið fyrir lið, en hingað til hefur hann komist hjá slíkri yfirheyrslu og alltaf sloppið með því að kasta einhverjum smjörklípum í umræðuna.

Á endanum munu smjörklípurnar ekki duga - enn síður í vitnastúkunni hygg ég.

Bk.

Hrannar Björn Arnarsson, 9.3.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband