Þá og nú...

Fyrir um 6 mánuðum síðan samþykkti Alþingi að fara samningaleiðina við lausn Icesave deilunnar. Þá flutti Bjarni Benediktsson fína ræðu og tíundaði rökin fyrir þeirri leið sem valin var - leið sem nú hefur verið leidd til lykta með betri niðurstöðu en flestir þorðu að spá fyrir um eða vona.

Í ræðu sinni sagði Bjarni m.a. þetta:

Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum. Ef menn ætla að fara að taka þann slag verða menn líka að vera tilbúnir til að tapa því máli ef á það mundi reyna. Þeir sem tala fyrir því að þá leið hefði átt að velja eru auðvitað tilbúnir til að gera það eftir á vegna þess að þeir geta gefið sér það í umræðunni að við hefðum sigrað þá lagaþrætu. Það er fínt að gera það í dag vegna þess að það liggur fyrir að sú leið verður ekki farin, en eru þeir hinir sömu þá tilbúnir til að fallast á að við mundum taka herkostnaðinn af þeirri ákvörðun ef niðurstaðan yrði okkur í óhag? Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt.

Ræðu Bjarna má lesa í heild á vef Alþingis.

Ég leyfi mér að óska Íslendingum til hamingju með þann mikilvæga áfanga sem nú hefur náðst til lausnar Icesave deilunni og þann mikilvæga áfanga sem sú lausn felur í sér fyrir endurreisn íslensks efnahags. Icesave málið í heild er og verður svæsið hundsbit fyrir þjóðina en nú getur sárið loks byrjað að gróa.

Pælum í því !


mbl.is Öll óvissa á kostnað Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta er að kasta steinum úr glerhúsi Hrannar, Samfylkingin hefur allan tímann bugtað fyrir brezku kratastjórninni og Evrópusambandinu í þessu máli. Og hverjir voru í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum fyrir 6 mánuðum?

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.6.2009 kl. 19:12

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Hrannar.  Þú segir:  "Icesave málið í heild er og verður svæsið hundsbit fyrir þjóðina en nú getur sárið loks byrjað að gróa".

Ég er ekki sammála, því Icesave málið er og verður ekki leyst og afgreitt fyrr en þjóðin fær endanlegan reikning.  Að auki eru vaxtakjörin verulega umdeilanleg svo ekki sé meira sagt.  Íslenskur almenningur er ýmsu vanur í vaxtamálum hérlendis en það er engin afsökun fyrir samninganefndina.

Hundsbitið verður hvorki gleymt né grætt fyrr en okkur hættir að verkja í sárið.  

Kolbrún Hilmars, 6.6.2009 kl. 19:24

3 identicon

Vaxtakjörin verða að skoðast í því ljósi að erlendir lánsfjármarkaðir eru lokaðir Íslandi nema í tengslum við áætlun AGS. Hvað lánshæfiseinkunn varðar erum við næstum í spákaupmennskuflokki (vantar eitt hak). Bara skuldatryggingarálagið á íslenska ríkið er núna um 7 til 8%, þ.e. álagið ofan á millibankavexti.

Svo vil ég fá skýringu á valkostinum. OK við eigum að neita að bera þessa ábyrgð og hvað þýðir það? Endalok AGS áætlunarinnar og þar með engir lánasamninga við önnur ríki. Gjaldmiðillinn endanlega ónýtur og líklega hríðfallinn þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Enginn forði gjaldeyris til  að grípa inn í og verja hann. Peningafærslur til og frá landinu haldlagðar erlendis svo bæði inn- og útflutningur er í algeru uppnámi. Fjöldagjalþrot fyrirtækja og atvinnuleysið hve hátt? 20%, 30% eða meira?

Velkomin til Norður Kóreu.

Arnar (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 20:47

4 identicon

Nú er dropinn búinn að hola steininn Hrannar B. Arnarson.

Nú er ég alveg búin að fá gjörsamlega nóg. Algjört ógeð á því hvernig þið farið með þjóðina.

 Þú Hrannar sem ert valdamesti maður Íslands í dag. Hvað ertu að gera þjóð þinni? Hvað eruð þið Samfylkingarfólk eiginlega að hugsa????  Við kusum YKKUR til að breyta spillingunni sem var hér og hvað gerið þið?  

Fólk verður að fara að vakna upp, það hefur sjaldan verið jafn lífsnauðsynlegt og einmitt nú. Og þetta er alls engin hystería. Það er augljóst að Bretar og ESB löndin vilja láta okkur borga svona háa upphæð eingönu til þess að þeir geti hirt auðlindir okkar þegar það kemur í ljós sem mun gera að við getum ekki staðið við undirritaðan samning.
Það er algjört glapræði að loka augunum fyrir því augljósa.
Og það er vitað mál að þegar auðlindirnar fara í hendurnar á erlendum auðhringjum þá fer ekki bara allt fjármagn úr landi heldur öll framleiðsla líka. Svona hefur verið gert í öllum þeim löndum sem IMF hefur komið nálægt. Við megum EKKI láta þetta gerast. Við bara megum það ekki.

Ég verð svo reið þegar fólk er að halda því fram að við getum ekki bjargað okkur sjálf og verðurm að stóla á alþjóðasamfélagið af því að við erum einhver afdalaþjóð sem kann ekki að bjarga sér sjálf og þess vegna verðum við að borga og ganga í ESB! Að hér munu allir annað hvort svelta eða flytja úr landi. Þegar við eigum eitt það fallegasta og gjöfulasta land sem til er, hámenntað fólk og einstakan vinndugnað, fiskinn í sjónum, heitt og kalt vatn og besta fucking lambakjöt í heimi!!!! Að ég tali nú ekki um að við lifum í alþjóðlegu vestrænu samfélagi þar sem almenningsálitið er farið að þykja einangrunarstefna meira en lítið hallærislegt og meira að segja Kúba er farin að opnast. Og eigum land sem þykir vera einstaklega flott að hafa komið til og séð. Hér blómstrar ferðamannaiðnaðurinn sem aldrei fyrr!!! Hvernig væri nú að fara að andsk*** til að hafa trú á sjálfum ykkur og þjóð !!

Hver er ástæðan fyrir því að vel menntað og að virðist vel meinandi fólk hafi gjörsamlega tapað glórunni hér á landi? Eða eru þetta allt einstaklingar sem hafa aldrei migið í saltan sjó og kunna ekkert annað en að sitja fyrir aftan skrifborð sem vilja selja landið í hendurnar á helstu auðhringjum heimsins svo hægt sé að halda áfram einhverjum fáránlegum lifistandard sem er gjörsamlega úr takti við allan raunveruleika og hefur ekkert gert annað fyrir heiminn en að ganga á auðlindir jarðarinnar??


Við verðum andskotans ekki neitt að borga þessar skuldir óreiðumanna. Við neyðumst ekki til neins... Punktur!

Það skulu engir Útrásarglæpamenn, Samfylkingarfólk eða aðrir dirfast að stela líka kjarkinum frá þessari þjóð!

VÉR MÓTMÆLUM ÖLL !!! (sem ekki erum algjörlega blinduð af flokkapóltík XS)

Björg F (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 02:21

5 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Við þurfum öll að átta okkur á því að tímarnir framundan verða ekki jafn skemmtilegir og árið 2007.  Þetta er hinn kaldi veruleiki sem við blasir.  Og þar er EKKI við núverandi stjórnvöld að sakast!

Við munum öll finna sársauka á okkar eigin skinni.  Vonandi mun þó birta til aftur sem fyrst, ef til vill á næstu misserum.  Þó vona ég sjálfur að neysluæðið verði aldrei, aldrei eins og það var árið 2007!

Við sitjum öll í þeirri súpu sem útrásarvíkingar og fyrri ríkisstjórnir elduðu.  Enginn er undan skilinn.  Hin íslenska þjóð, hvert og eitt okkar, verður að bera birðarnar.  Þann veruleika er ekki hægt að forðast.  Nú reynir á.  Hversu sterk erum við í raun?

Samningur ríkisstjórnar um ICESAVE er mikilvægt skref í átt til endurreisnar.  Ríkið hefur lagalegar, pólitískar og efnahagslegar skyldur til að ábyrgjast greiðslurnar.  Það þýðir EKKI að við sem einstaklingar og þjóðfélag ætlum að greiða þetta beint úr vösum okkar!!  Nú er það verkefnið að reyna að hámarka virði eigna bankanna ytra og láta þær ganga upp í skuldina við sparifjáreigendur og viðskiptavini ICESAVE.  Með þessu vinnst margt; deilunni um ICESAVE lýkur, Íslendingar taka að ávinna sér mikilvægt traust á ný, hryðjuverkalagaákvæðum verður létt af eignum bankanna ytra, seðlabankinn styrkir varaforða sinn, viðskipti taka að fara í eðlilegri farveg, athafnalífið hér eygir von um að komast í gang og krónan gæti styrkst á næstu misserum .  Ef krónan styrkist munu ábyrgðin gagnvart ICESAVE lækka í réttu hlutfalli!

Það er ekki eftir neinu að bíða.  Nú er endurreisnin hafin.  Ekkert af því sem verður að gera verður án sársauka.  Núverandi stjórnvöld standa frammi fyrir mjög erfiðu verkefni.  Þau þurfa á trausti að halda.  Ríkið á sér ekki tilvist í tómarúmi.  Ríkið er við.  Engin ástæða er til að ætla annað en að fólk starfi að heilindum að því að vinna sem best má úr hlutunum.

Mikilvægast er að koma hér athafnalífi í gang og að sem fæstir missi atvinnu sína.  Þetta hafa núverandi stjórnvöld að leiðarljósi.  Ennfremur að standa vörð um grunnstoðir samfélagsins og styðja þá sem standa höllustum fæti.

Strax á næsta ári trúi ég að við byrjum að sjá verulegan árangur af störfum núverandi stjórnvalda - þ.e. að hér komist á stöðugleiki sem blása ætti okkur von í brjóst.

Munum þenna sannleika: Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér.

Eiríkur Sjóberg, 7.6.2009 kl. 12:03

6 identicon

Fyrirgefðu Hrannar en persónulega finnst mér að þú og þitt fólk séuð að níðast á þjóðinni til að fá hana skríðandi í hinni fullkomnu niðurlægingu í Evrópusambandi.  Það er mjög hugsanlegt að sagan muni dæma þig sem þjóðníðing og svikara

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 12:19

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi samningur er vondur og gerir ekkert annað en að fresta vandanum sem mun gera hann enn verri

Óðinn Þórisson, 7.6.2009 kl. 13:50

8 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Umboð núverandi Alþingis hefur verið véfengt og kosningarnar kærðar, sem ólöglegar, vegna misvægis atkvæða milli borgaranna. Af þeim sökum geta allar athafnir þingsins og ákvarðanir verið mjög þokukenndar og vafasamar.

Steingrímur J. Sigfússon taldi í haust að ef samþykkt yrði  að ábyrgjast Icesave kröfur væri hætta á uppreisn. Nú er hann fjármálaráðherra.

Alþingismaður í hans kjördæmi  hefur á bak við sig í kjördæminu að meðaltali 2836 fylgismenn.

Alþingismaður í kjördæmi Bjarna Benidiktssonar sem nefndur er í ofangreindri færslu hefur á bak við sig að meðaltali 4850 fylgismenn.

Ef fylkingunum lýstur saman og uppreisn verður eins og Steingrímur spáði í haust verður Bjarni augljós sigurvegari vegna þess að hann er með meiri mannafla á bak við sig.

Með þessu dæmi sem hér er tekið skýrist atkvæðamisvægið mjög vel þegar til átaka kemur eins og Steingrímur hefur nefnt. Varla verður pöpullinn að berjast við sjálfan sig, eða hvað?

Ég sem Íslendingur tek ekki við hamingjuóskum vegna þessa máls og afþakka þær hér með.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.6.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband