Fréttablað Sjálfstæðisflokksins

Þorsteinn Pálsson missir sig æ oftar sem ritstjóri Fréttablaðsins í hið pólitíska hlutverk og hagsmunagæslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Leiðari Þorsteins í dag (14.03.2009) er afar skýrt dæmi um þetta. Staðreyndum snúið á haus í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra - smellpassar í hernaðarplan Sjálfstæðisflokksins enda er Þorsteinn greinilega diggur liðsmaður þess flokks hér eftir sem hingað til.

Það er bull að fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar hamli inngöngu í Evrópusambandið eins og Þorsteinn heldur fram - þvert á móti auðvelda þær inngöngu.

Það er bull að núverandi stjórnarflokkar hafi meirihluta á Alþingi eins og Þorsteinn heldur fram - núverandi stjórn er minnihlutastjórn.

Það er bull að forsætisráðherra gefi misvísandi skilaboð um vilja sinn í peningamálum eins og Þorsteinn heldur fram - hann er mjög skýr : ESB og Evra.

Það verður æ skýrara að með Þorstein Pálsson í ritstjórastóli er það hinsvegar bull að Fréttablaðið geti talist óháð dagblað - það verður að lesast sem flokksmálgagn Sjálfstæðisflokksins - því miður.

Ætli það sé annars tilviljun að þegar Samfylkingin fellur um 2-3% í könnunum er í Fréttablaðinu talað um hrun eða dalandi fylgi en þegar hún vex um sömu stærðir er talað um engar fylgisbreytingar ?

Pælum í því !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...............æi, æ

Páll Bragi Kristjónsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband