Morgunblaðið og Stöð2 falla í gildru

Fyrsta jafnréttisþingið í samræmi við nýsamþykkt jafnréttislög var haldið með pompi og prakt í gær. Hátt í 500 manns skunduðu til þingsins og áttu áhugaverðar og gefandi umræður. Ýmsir töluðu um tímamót í jafnréttisbaráttunni en það verður sagan að leiða í ljós hvort satt reynist.

Nú bregður svo við að einstaklingur að nafni Ólafur Hannesson ákveður að senda út ályktun í nafni Jafnréttindafélags Íslands þar sem fram koma ýmsar fullyrðingar og skoðanir um ræðu félags- og tryggingamálaráðherra og jafnréttismálin almennt.

Tveir af stærstu fjölmiðlum landsins, Morgunblaðið og Stöð2 falla í gildruna, gleypa við innihaldi ályktunarinnar og gera henni álíka hátt undir höfði í miðlum sínum og hinu 500 manna lögbundna þingi og ávarpi ráðherra.

Staðreyndin er hinsvegar sú að svo virðist sem Jafnréttindafélag Íslands sé í raun ekki til !

Á bak við ályktunina virðast því standa einn eða tveir menn sem að því er virðist hafa ekki einusinni mætt til jafnréttisþingsins, lögboðins samræðu- og stefnumótunarvettvangs þeirra sem vilja gera sig gildandi í jafnréttisumræðunni. Þvílík fréttamennska !

Ætli miðlarnir sjá sóma sinn í að biðja lesendur sína afsökunar á þessum vinnubrögðum ?

Pælum í því !


mbl.is Segja félagsmálaráðherra ekki skilja hugtakið jafnrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það eru ýmis brögð notuð til að "klekkja" á öðru fólki. Hvað ætli þessum Ólafi Hannessyni gangi til með þessu. Að ófræja Jóhönnu Sigurðardóttir eða konur almennt.

Og það er afskaplega athyglisvert að Mogunblaðið og Stöð 2 skulu taka þessa ályktun upp á sína arma og virðast ekki kanna bakgrunn hennar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.1.2009 kl. 13:46

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

óli á hrauni er prakkari eins og hann á kyn til!

Bjarni Harðarson, 17.1.2009 kl. 14:03

3 Smámynd: Kristján Logason

Skulu ekki raddir alra sem vilja tjá sig heyrast. Eða hvað?

Kristján Logason, 17.1.2009 kl. 14:13

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þetta kallar maður nú að "hrauna" yfir fjölmiðlana!

Tek undið það með ritara að rétt væri að þeim, sem gera spaugurum svona hátt undir höfði, væri sæmst að láta þess getið með einhverjum hætti að þeir hafi látið gabba sig.

Frumhlaup sjónvarpsfréttaritara mbl.is gegn heilbrigðisráðherra,  vegna "hótunar" gegn einum býrókrat, er af sömu fum- og fátrótinni runnið. Ljóst er að umrótið og óvissan þessa dagana slævir dómgreind manna.

Flosi Kristjánsson, 17.1.2009 kl. 14:19

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Opinberar betur en nokkuð annað hvað fjölmiðlar standa sé frábærlega í hlutverki sínu sem fjórða valdið. Gæti þetta haft eitthvað að segja með hvernig komið er fyrir Íslendingum í dag?

Jón Baldur Lorange, 17.1.2009 kl. 14:33

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Æ já, þessir blessuðu fjölmiðlar mega vel við því að fara í rækilegt make-over! Tók einmitt eftir því hvað þetta var áberandi í fréttaflutningi. Hefði mun frekar viljað sjá almennilega úttekt fjölmiðla á þinginu og sjá málin krufin til mergjar... hefði reyndar viljað sjá það gert á þinginu líka! ;)

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.1.2009 kl. 17:07

7 identicon

þetta er einkennilegt...en þegar maður googlar þetta, þá kemur m.a. þessi slóð: http://hraun.blogcentral.is/  þar segist hann hafa stofnað þetta í apríl 2007 og hér http://oliha.blog.is/blog/oliha/entry/430654/ talar hann um félagið í janúar 2008

- mikið er þessi frétt illa skrifuð, morandi í mál- og stafsetningarvillum og óþjál aflestrar, mjög ófagmannlega gert - eru þetta unglingar í aukastörfum þarna?

Sigrún Þorvarðardóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 19:03

8 identicon

þetta er einkennilegt...en þegar maður leitar að þessu á google.com, þá kemur m.a. þessi slóð: http://hraun.blogcentral.is/  þar segist hann hafa stofnað félagið í apríl 2007 og hér http://oliha.blog.is/blog/oliha/entry/430654/ talar hann um félagið í janúar 2008

- mikið er þessi frétt annars illa skrifuð, morandi í mál- og stafsetningarvillum og óþjál aflestrar, mjög ófagmannlega gert - eru þetta unglingar í aukastörfum þarna?

Sigrún Þorvarðardóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 19:06

9 identicon

Tók eftir þessu líka á fréttum á Stöð 2 í gær. Mjög furðulegur fréttaflutningur og algerlega misheppnuð tilraun til að segja frá "báðum hliðum" máls. "Gefum einhverjum karli út í bæ sem nennir ekki einu sinni að mæta á þingið jafn mikið pláss og þeim 500 einstaklingum sem eru að reyna að ræða málin á faglegum grunni."??

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 19:22

10 identicon

Lesið aðeins um stofnun þessa félags á www.mbl.is þann 23 janúar 2008 og svo tilkynningu um  hverjir séu á stofnfundinum. Spyrjið svo þá sem Ólafur segir vera fulltrúa flokkanna á stofnfundinum, hvort þeir hafi verið á staðnum.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/01/23/undirbua_stofnun_jafnrettindafelags_islands/

http://oliha.blog.is/blog/oliha/entry/422921/ 

Ef þessir aðilar: Samfylking: Guðbjartur Hannesson, Formaður Félags-og tryggingarnefndar. Sjálfsstæðisfl: Ragnheiður Elín Árnadóttir. VG: Atli Gíslason; Framsókn: Birkir J. Jónsson..

Voru á staðnum, þá var og hefur þetta félag verið stofnað. 

Um hvort í félaginu hafi verið virk starfsemi er svo annað mál.

Tómas (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 10:17

11 identicon

Góðan daginn öllsömul

Ég var því miður ekki nálægt tölvu í gær en hef nú ritað stutt svar við þessum pælingum, ég ætla ekki að þröngva þeim upp á ykkur, heldur skil ég eftir tengil sem þið getið skoðað

http://oliha.blog.is/blog/oliha/entry/774409/

mbk

Óli

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 10:23

12 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæl

Nú hafa mér borist ábendingar um að haldinn var undirbúningsfundur að stofnun Jafnréttindafélgas Íslands í janúar fyrir ári og tæpri  viku síðar er því haldið fram í bloggfærslu að stofnfundur hafi farið fram þó ekkert komi fram um mætingu eða hvar fundurinn var haldinn.

Eftir sem áður er ekkert skráð um félagið í félagaskrá eða símaskrá og ekkert hef ég fundið á netinu um opna fundi eða aðra starfsemi félagsins, eftir ofangreinda fundi tengda stofnun þess.

En þar sem varaformaður er einnig nafngreindur í bloggfærslunni um stofnfundinn og í ljósi ofangreindra upplýsinga finnst mér tilhlíðilegt að breyta færslu minni hér að ofan lítillega. Meginmál hennar á hinsvegar enn fyllilega rétt á sér að mínu mati og hefur ekkert með það að gera, að þagga eigi niður einhver tiltekin sjónarmið eins og Kristján gefur í skyn.

Gagnrýnin gengur út á það, að fjölmiðlar leggi nánast að jöfnu í umfjöllun sinni, sjónarmið einhverskonar óformlegs leynilegs félagsskapar, þar sem það eitt er vitað að tveir einstaklingar eru skráðir í forsvar á bloggsíðum og sjónarmið ráðherra á lögboðnum stefnumótunar- og samráðsvettvangi um jafnréttismál.

Afhverju fengu t.d. þeir fjölmörgu talsmenn ýmissa formlegra félagasamtaka og stofnanna sem mættu til þingsins, ekki sambærilega umfjöllun um sjónarmið sín og jafnréttindafélagið í umræddum miðlum ?

Sé þetta félag raunverulega til og í því einhver starfsemi, skora ég á forsvarsmenn þess að upplýsa um lög þess og stefnu, skrá það með formlegum hætti og taka starfsemi þess upp á yfirborðið. Þá fyrst kæmi til álita að taka það alvarlega að mínu viti.

Bestu kveðjur,

Hrannar Björn Arnarsson, 18.1.2009 kl. 10:48

13 identicon

Blessaður vildi svo bara benda þér á Facebooksíðu félagsins, þar koma fram stjórnarmeðlimir, fyrir utan einn sem ekki er skráður á samskiptavefinn.

http://www.facebook.com/group.php?gid=48531595702&ref=nf#/group.php?gid=30831727804&ref=ts

mbk

Óli

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:49

14 identicon

Þessi félagsskapur hlýtur að vera alveg út á þekju.

Að ætla sér að standa vörð um ákvæði stjórnarskrár og mannréttindaákvæða um jafnréttismál þvert á alla "jafnréttisfrömuði" sem vilja forréttindi.

Tja, hvað kemur næst, ég bara spyr, að atvinnulausir hafi sama rétt án tillits til kyns eða eitthvað álíka...uss...

eða kannski að kynbundnir námstyrkir opinberra fyrirtækja verði bannaðir vegna brota á stjórnarskrá.

Maður bara spyr sig....

Sveiettan, hvað verður nú um forréttindabaráttuna.....

Grettir ásmundsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 12:30

15 identicon

Ég var að lesa tölfræði um jafnrétti kynjanna úr skýrslu félagsmálaráðuneytis sem vitnað er í hér að framan.

Það vekur athygli, að þarna eru eingöngu tölulegar upplýsingar um þar sem konur eru í minnihluta.

Það ekki ekki minnst á að konur hafi verið í meirihluta stúdenta frá 1978 eða að í sumum deildum HÍ séu 100% nemenda konur eða að karlar eru í meirihluta atvinnulausra en samt eru sértækar aðgerðir fyrir konur, ekki minnst á hlutföll kynja við niðurstöður forræðisdeildna. Ekki orð um að konur séu í meirihluta kennarastéttar, Ekkart um kynbundna styrki til kvenna til háskólanáms. Ekkert um að konur hafa verið í meirihluta þeirra sem hafa fengið styrki frá rannís um árabil, ekkert um hlutfall kynja fátæklinga, ekkert um hlutföll heimilislausra og svo má lengi telja.

Niðurstaðan hlýtur að vera sú að þetta jafnréttisþing sé í raun kvennréttindaþing og ætti að bera það nafn. Jafnrétti snýst ekki bara um kvennréttindi.

grettir ásmundsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 13:35

16 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Þar sem aðstoðarmaður ráðherra virðist hafa tíma til að sinna bloggfærslum en ekki til að svara erindum félagasamtaka vil ég setja hér inn eftirfarandi beiðni um upplýsingar frá félagsmálaráðuneyti sem félag ábyrgra foreldra á Akureyri sendi félagsmálaráðuneytinu þann 17.4.2008 og hefur ekki verið svarað þrátt fyrir margar ítrekanir:

 Félag ábyrgra foreldra á Akureyri biður um eftirfarandi upplýsingar:
 
Um hlutverk barnhúss / hvort starfsmönnum sé heimilt að mæla með eða á móti umgengni við foreldri sem ásakað hefur verið um kynferðisofbeldi eftir könnunar/rannsóknarviðtals.
 
Upplýsingar um fjölda barnaverndarmála á árunum 2006-2008 og hvort fjármagn hafi verið aukið til málaflokksins á móti aukningu á tilkynningum/ einnig hvort stöðugildum hafi verið fjölgað á móti aukningu á tilkynningum.
 
Upplýsingar um Hvort barnaverndarnefndum sé skylt að taka að sér umgengnismál frá sýslumannsembættum og hversu mörg slík mál bárust barnaverndarnefndum á árunum 2006-2008.
 
Kveðja
--
Jóhann Kristjánsson
Formaður Félags Ábyrgra Foreldra Á Akureyri.
Netfang: formadur.fafak@gmail.com

Með von um að þú sért duglegri til að nota bloggið frekar en tölvupóstinn.

Jóhann Kristjánsson, 18.1.2009 kl. 13:39

17 identicon

Hólmfríður: Auðvitað er verið að ófrægja konur almennt með því að fara fram á að 65. grein stjórnarskrár sé virt.

Óli: Auðvitað er það bara grín að jafnrétti snúist um annað en kvennréttindi

Flosi, Jón, Katrín: Auðvitað á að banna birtingu á skoðunum í fjölmiðlum sem eru andstæðar ykkar.

Auður: Auðvitað er það ófaglegt að það komi fram fleira en eitt sjónarmið, bara mislukkað.

Sigrún: Sammála, séu stafsetninga- og málfræðivillur og efni óþjállt aflestrar á ekki að taka mark á því og alls ekki að birta í fjölmiðlum OMG...

Rosalega flott lið sem tjáir sig um jafnréttismál hér, maður hlær bara með öllum kjaftinum.....

Hrannar, hættu að blogga þar til þú ert búinn að svara Jóhanni, þér ber skylda til þess skv. stjórnskipunarlögum og það er þitt starf.

Og hvað eigið þið Jóhanna að gera fyrst og fremst ?

Nr.1

VIRÐA STJÓRNARSKRÁNNA.

Og hvað þýðir það í þessu tilfelli, Jú að mæla ekki fyrir því eins og þið eruð að gera að AÐ JAFNRÉTTISÁKVÆÐI HENNAR SÉ VANVIRT.

Grettir Ásmundsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 14:57

18 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Félag ábyrgra foreldra á Akureyri lýsir yfir fullum stuðningi við ályktun stjórnar jafnréttindafélags íslands vegna hugmynda félagsmálaráðherra um lagasetningu um kynjakvóta
 

Félag ábyrgra foreldra á Akureyri bendir á að jafnrétti og umræða um það á ekki að vera einkamál ákveðinna stjórnmálamanna, aðstoðarmanna þeirra, eða einhverra útvalinna félagasamtaka og einstaklinga, eins og Hrannar B. Arnarsson aðstoðarmaður ráðherra telur. Samanber árásir hans á Jafnréttindafélag Íslands vegna ályktunar félagsins um jafnréttismál í tilefni af jafnréttiþinginu.
 Framganga Hrannars staðfestir það sem Félag ábyrgra foreldra á Akureyri hafði óttast að jafnréttisþingið yrði yfirtekið af ákveðnum öflum og hagsmunahópum sem vilja ná ákveðnum kröfum fram í skjóli jafnréttis en án þess að jafnréttis sé gætt.

Fyrir hönd félags ábyrgra foreldra á Akureyri

Jóhann Kristjánsson formaður

Jóhann Kristjánsson, 19.1.2009 kl. 10:13

19 identicon

Gott hjá þér að benda á þetta Hrannar, en mér finnst óþarfi að eyða á þetta of mörgum orðum. Krafa okkar er jafnrétti og það á milli kynja, kynþátta og búsetu.. það eru alltaf til öfgahópar sem auðvelda fjölmiðlamönnum að gera neikvæðar fréttir. Það sem er frétt er að við erum með félagsmálaráðherra sem skilur málaflokkinn og vill breytingar !! þess vegna et von. Til hamingju með þingið, vildi að ég hefði komist

Heiða (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 13:57

20 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Skilningur ráðherra er ekki betri en þetta og nú vísa ég til fréttar sem birtist á Vísi.is í fyrra

Ráðuneyti jafnréttismála mismunar kynjum PDFPrentaPóstur
 

Félagsmálaráðuneytið, ráðuneyti jafnréttismála, borgar konum lægri laun en körlum. Þetta kemur fram í nýrri launakönnun Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.

Könnunin sýnir að munur er á launum háskólamenntaðra karla og kvenna sem starfa undir stjórnarráði Íslands. Þar kemur fram að háskólamenntaðir karlar hjá ráðuneytunum, Fjársýslu ríkisins og Hagstofunni, eru með 374 þúsund krónur að meðaltali í dagvinnulaun - en konur tæplega 350. Miklu munar á heildarlaunum kynjanna - næstum hundrað þúsund krónum mánaðarlega. Meðalheildarlaun háskólamenntaðra karla eru 519 þúsund - en 417 þúsund krónur hjá konum.

Fréttastofa hefur fengið staðfest að þetta eigi líka við um ráðuneyti jafnréttismála - félagsmálaráðuneytinu. Og herma heimildir okkar í ráðuneytinu að urgur hafi verið meðal starfsmanna, einkum háskólamenntaðra kvenna, eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir. Hins vegar fæst ekki uppgefið hver launamunurinn er í félagsmálaráðuneytinu og mun það hafa verið skilyrði fyrir því að félagið fékk leyfi til að gera þessa könnun að ráðuneytin yrðu ekki nafngreind.

 Tekið af www.visir.is

Hrannar hvað hefur ráðuneytið að fela í þessu máli?

Jóhann Kristjánsson, 19.1.2009 kl. 14:50

21 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Sælt veri fólkið. Vildi koma því á framfæri að Hrannar brást skjótt við og hefur svarað erindi félagsins sem ég setti hér að ofan og kann ég honum bestu þakkir fyrir.

Bestu kveðjur

Jóhann Kristjánsson, 22.1.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband