Skylduáhorf um húsnæðis- og lánamál

Það hefur ekki verið neinn skortur á skyndilausnum á vanda fólks með húsnæðislán í umræðunni að undanförnu. Frysting eða afnám verðtryggingar, yfirfærsla í evrur á gömlu gengi og nú síðast "hættum að borga".

Ég hef áður fjallað um afleiðingar þess að afnema eða frysta verðtryggingu og hef ekki séð neitt í umræðunni síðan sem breytt hefur þeim skoðunum mínum. Ef eithvað er hefur óvænt styrking krónunnar eflt mig í þeirri trú að verðbólguskotið verði ekki eins kröftugt og svartsýnustu spámenn hafa óttast og því verði vandi þeirra sem hafa verðtryggð lán ekki eins mikill og vænta mátti. Fari svo ættu þegar kynnt úrræði ríkisstjórnarinnar, greiðslujöfnun, aukin greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs og frysting gengislána að koma til móts við flesta sem sjá framá fjárhagsþrengingar næstu misserin eða árin.

Við Magnús Stefánsson fyrrum félagsmálaráðherra ræddum þessi mál í Kastljósi um daginn og má nálgast þann þátt á meðfylgjandi krækju.

En síðustu daga hafa sprottið upp einstaklingar sem mæla með því að fólk hætti að borga af lánum sínum og boða að í því felist lausn. Um þetta var fjallað á faglegan og málefnalegan hátt í Kastljósi í gær. Það liggur við að ég geti gert þá umfjöllun í heild að mínum sjónarmiðum og legg til að allir gefi sér stund til að horfa á þáttinn. Eitt besta sjónvarpsefni um þessi mál í langan tíma. Hann má nálgast á meðfylgjandi krækju.

En etv tekur óvænt styrking krónunnar af okkur ómakið í þessum efnum og verðbólgan verður komin í skaplegt horf í byrjun ársins. Það væri nú sannarlega ánægjuleg áramótagjöf til þjóðarinnar.

Pælum í því !

 


mbl.is Krónan styrkist áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur þáttur.Sá hann í gær og aftur núna.Ég hef þá trú að það versta sé að ganga yfir,sem betur fer.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 16:26

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

verð að segja að þið voruð báðir mjög máttlausir og lítt trúveðugir sem hjálp eða stuðningur við fólk sem lendir í vandræðum hvað varðar þennan málaflokk.  Þegar kom að svarinu um verðtyggðu lánin féllust mér hendur.  Greinilegt að þið skiljið ekki um hvað verðtrygging snýst og samúð ykkar við fjármagnseigendur á hug ykkar frekar en hinna.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 5.12.2008 kl. 18:33

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Afnám verðtryggingar mun ekki leysa vanda fólks. Á móti þyrfti að koma breytingar á vaxtaprósentu sem speglar verðbólgu. Vandi þeirra sem þegar eru með of mikla greiðslubyrði myndi magnast.

Það myndi hins vegar leysa vanda margra ef stigvaxandi hátekjuskattur yrði settur á þá sem eru með tekjur yfir 500 þús. Nota ríkistekjur til þess ða lækka þarf fasteignamat og efla vaxtabætur. Það væru raunhæfar umbætur sem ganga upp!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.12.2008 kl. 19:03

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Hrannar.

Þáttur Kastljóss í gær með þeim Halli og Guðrúnu var mjög góður og upplýsandi, og sama má segja um þáttinn sem þú varst í með Magnúsi.

Öll málefnaleg umræða er af hinu góða.

Sannarlega vonar maður að krónan styrkist áfram, en það breytir því hins vegar ekki að vandi fólks er mikill, mjög mikill, og það er mikið verk að vinna úr þeim hinum sama vanda.

Því miður get ég ekki séð að þær aðgerðir sem fram eru komnar nægi til þess arna en það kemur í ljós. Það var mjög góður punktur sem Hallur benti á varðandi það atriði að samræma vaxtabætur og húsaleigubætur og spurning um jafnræði.

Ég vil sjá verðtryggingu á brott eftir sem áður

kveðja.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.12.2008 kl. 00:31

5 identicon

Sæll Hrannar,

Það þarf enginn að bera hissa þótt fram komi ýmsar hugmyndir sem gætu létt byrgðar íbúðareienda með verðtryggð lán. Segðu mér í hreinskilni, finnst sér sanngjarnt að þeir beri allan skaðann af óstjórn í fjármálum þessa lands undanfarin ár. Ég hef nefnt áður verðstöðvun sem myndi leiða til þess að verðlag yrði fryst í þrjá til sex mánuði á meðan mesta holskeflan gengur yfir og fyrir vikið yrði engin verðbólga og engin hækkun á lánum okkar. Því má  ekki skoða það. Varðandi vísitölugrunnin, sem nota bene, er oftar en ekki reiknaður út frá vitlausu viðmiði. T.d. er u allar vörur að hækka núna en innkaup Jóns og Gunnu byggja á því að kaupa ódýrari vöru. Ef allir færu í Outlet markaði og keyptu fatnað þar hvernig er hægt að hækka vísitölugrunninn út frá þeim vörum sem fæstir ef engir kaupa í Herragarðinum eða Sautján?? Pældu í því

Benedikt (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 01:25

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Styrking krónunnar er verðugt fagnaðarefni...en maður þorir ekki að brosa...ennþá!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.12.2008 kl. 01:45

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

Forsendurnar fyrir útreikningi neysluvísitölunnar á mánaðargrundvelli er fast neyslumynstur og þær eru brostnar enda versla íslendingar verulega öðruvísi í dag en fyrir hálfu ári síðan. Mér finnst ástæða til að festa hækkun vísitölu neysluverðs t.d. við max 5% á ársgrundvelli þangað til gerð hefur verið ný könnun á neysludreyfingu landsmanna.

Héðinn Björnsson, 6.12.2008 kl. 10:23

8 Smámynd: Friðrik Óttar Friðriksson

Það er sorglegt að sjá hvað umræðan er einstefnuleg til varnar bönkunum og ríkissjóði.  Það er eins og flestir hagfræðingar hyggist koma til metorða innan Seðlabankans á næstunni.  Þessi þáttur var mjög einhliða og lélegur áróður.

Í þessari stöðu getur ekki bara annar aðilinn krafist fullrar ávöxtunar en hinn látinn taka á sig allt tjón, eignarýrnun og skuldir til langrar framtíðar. 

Það er ljóst að því betur sem lífeyrissjóðirnir standa og því meira sem heimilin skulda, því hærri lán geta ríki og lánastofnanir fengið erlendis.  Því meira sem heimilin skulda því betri söluvörur eru bankarnir, því skuldir heimilanna eru bókfærðar eignir bankanna.  Ljóst er að í því uppgjörsmáli sem er framundan er mikilvægt að "eignir" bankanna rýrni sem minnst.

Við skulum þó líka hafa á hreinu að bankarnir höfðu beinan hag af því að kynda undir verðbólguna í mörg ár, því þeir tóku lán á erlendum mörkuðum, sem hafa ekkert að gera með hagsveiflur hérlendis.  Verðbólgan var því beint vaxtaálag, sem jók á tekjur bankanna.  Bankarnir beittu ýmsum brögðum af skammsýni og af eigin hagsmunagæslu til að auka á verðbólguna og því er þáttur þeirra gríðar mikill í stöðunni.

Ef vísitala neysluverðs er fryst í efri mörkum SÍ, 4%, bera lánin þrátt fyrir allt vexti og að auki 4% álag.  Á sama tíma eru eignir að falla um 20-30% í virði.  Hvernig er hægt að segja að lánveitendur séu að tapa fé?  Neyslan hefur dregist gríðarlega saman og verðbólga nú er eingöngu til komin vegna galla í mælingum vísitölunnar og falls gengisins.  Er ekki ótrúlegt að neysla ferðamanna keyrir nú upp neysluvísitöluna og þar með verðtryggðar skuldir heimilanna?  Er einhver glóra í því?  

Það er ljóst að ef ekki er sett þak á verðtryggðar skuldir munu skuldirnar hækka til framtíðar og því er ekki um skammtímavanda að etja.  Kaupmáttarrýrnun verður veruleg og vaxandi til langrar framtíðar.  Það er sorglegt að engin umræða hefur farið fram um langtímaáhrif þess að velta upp aukalega 500 milljarða auknum skuldum á heimilin!  Hvað mun það þýða fyrir atvinnulífið í landinu ef einkaneyslan dregst saman svo skarpt og til langs tíma, hvað mun það þýða fyrir lánveitendur og lífeyrissjóðina, eða tekjur ríkisins?

Trygging innistæðna í bönkum gaf fyrirheit um að verja ætti eigur fólks, en sú aðgerð snérist ekki um það heldur lausafé bankanna.  Ef verja á eignir fólks, þmt lífeyri, má benda á að eiginfjárhlutur í fasteignum er líka eign og ekki síður lífeyrir.  Hvers vegna er svo sjálfsagt að ganga nú með svo mikilli óbilgirni á eigur heimilanna í landinu?

Það á að taka 1 ár í að rannsaka orsakir og ábyrgð á þessum hamförum.  Engar aðgerðir eru boðaðar til að láta þá sem raunverulega bera ábyrgð mæta henni á fjárhagslegan hátt.  Eigur þeirra eru ekki frystar, heldur þvert á móti eru unnið hörðum höndum að því að "laga til stöðu" þeirra.  Á meðan sallast 500 milljarðar á herðar heimilanna. 

Ráðamenn sækja umboð sitt til fólksins í landinu.  Nú er búið að ákveða að verja um 1060 milljörðum í að lappa upp á bankakerfið.  Fjárlög gera ráð fyrir að halli ríkissjóðs 2009 verði 100 milljarðar og að hækkun skatta muni skila um 40 milljörðum í kassann.  Með þessari leið á að vekja sem minnsta pólitíska mótstöðu, því skattahækkanir eru óvinsælar.  Hins vegar á að nýta sér skuldir heimilanna til gríðarlegrar eignaupptöku og í aðgerðunum á að láta líta svo út sem yfirvöld séu að hjálpa heimilunum!!  Þetta er auðvitað ekkert annað en rán og áróður.

Það má engan tíma missa til að forða hér algeru hruni atvinnulífsins, því meiri kaupmáttarskerðing til langs tíma mun valda gríðarlegum samdrætti og hamförum á innlendum markaði.  Alls staðar annars staðar eru stjórnvöld að lækka stýrivexti og forða því að skuldir heimilanna dragi of mikið úr kaupmætti.  Þar er engin verðtrygging til að auka enn á langtímaáhrif aðgerðaleysisins. 

Ég skora á fólk á láta í sér heyra, mæta á Austurvöll og mótmæla þessu aðgerðarleysi.

Friðrik Óttar Friðriksson, 6.12.2008 kl. 11:19

9 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Heil og sæl og takk fyrir öll kommentin. Ég mun reyna að bregðast við þeim um leið og tími gefst til - vonandi áður en þessi dagur er allur. Fullt af málefnum sem vert er að ræða frekar.

Bestu kveðjur í bili.

Hrannar Björn Arnarsson, 6.12.2008 kl. 12:14

10 identicon

Sæll Hrannar

Það er frekar undarlegt að vera námsmaður erlendis og fylgjast með umræðum um málefni Íslands, það undarlegasta sem ég hef séð lengi er sú umræða sem nú fer fram um svokallaða "styrkingu" krónunnar síðastliðna 2 daga.

Þú skrifar "En etv tekur óvænt styrking krónunnar af okkur ómakið í þessum efnum og verðbólgan verður komin í skaplegt horf í byrjun ársins. Það væri nú sannarlega ánægjuleg áramótagjöf til þjóðarinnar. "

Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja, þessi styrking er algjörlega heimatilbúin, það er búið er að skapa sterílt umhverfi fyrir krónuna með höftum sem verða þess valdandi að einu viðskipti með isk eru á milli þriggja ríkisbanka, viðskiptin eru svo bökkuð upp af seðlabanka Íslands. Ekkert fjármagn kemst frá landinu en skilaskylda á gjaldeyri er á útflytjendur. Þessi höft breyta því ekki að það eru á fimmta hundrað milljarða í eigu erlendra aðila sem bíða eftir að komast úr landi. Þessi höft breyta því ekki að traust á íslenska krónu og íslenskt efnahagslíf er langt fyrir neðan frostmark.

Verðbólgan verður komin í skaplegt horf í byrjun árs segir þú, þá vaknar nú spurningin hvað er skaplegt horf að þínu mati Hrannar?

Það sér það hver maður að þegar að höftunum verður aflétt þá mun gengi krónunnar falla eins og steinn um einhvern tíma og áfram verður traust á islenskri krónu og íslensku efnahagslífi fyrir neðan frostmark, heimatilbúið sterílt hafta umhverfi mun ekki breyta neinu í þessu til langframa þar sem hagkerfið íslenska mun ekki verða keyrt áfram með því að díla á milli bankanna sömu krónunum sem að styrkjast í hverri umferð.

Það er að mínu mati algjörlega ábyrgðarlaust frá hendi ráðamanna þjóðarinnar að kasta ryki í augu almennings með þessum hætti og í rauninni er það algjörlega ólíðandi eins og svo margt sem sagt hefur verið og gert síðustu vikurnar.

Bestu kveðjur 

Páll Kristjánsson 

Danmörku

Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 14:33

11 identicon

Sæll Hrannar, þetta er allt mjög ruglingslegt fyrir okkur almenning sem erum bara að reyna að finna leið til að halda húsunum okkar. Ég skil að verðtrygging er bara tygging þess sem lánar að hann fái sama "verðgildi" peninga til baka en það er erfitt að þurfa sífellt að borga meira og meira þegar launin lækka. Hvers vegna má verðtryggja lán en ekki laun ? væri hægt að verðtryggja bæði ?

takk annars fyrir öll svörin og vilja þinn til að útskýra fyir okkur.. kv

Sigurbjörg Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 14:50

12 Smámynd: Pax pacis

Sæll Hrannar,

Finnst þér réttlátt að fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í lífinu, fólk sem er tiltölulega nýbúið að fjárfesta í húsnæði og er þar af leiðandi hlutfallslega með miklar skuldir í samanburði við eignir, taki mestan skell á meðan þeir sem voru svo heppnir að vera fæddir á öðrum tíma og eru búnir að greiða sín lán niður taki ekkert á sig þar sem innistæður þeirra í bönkunum eru tryggðar?

Þarna er ég ekki að tala um fólk sem búið er að spenna bogann til að geta lifað í lystisemdum um hríð, heldur venjulegt láglauna og millitekjufólk sem átti enga aðra kosti en að kaupa sína litlu blokkaríbúð á uppsprengdu verði vegna óstjórnar í efnahagsmálum og situr svo uppi með verðlækkun á eigninni ásamt hækkun á lánum. Er það ekki brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar?

Þetta ekki fólkið sem steypti þjóðfélaginu í skuldir. Þetta er ekki það fólk sem mest hefur efnin. Engu að síður hefur Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkurinn, ákveðið að þetta fólk skuli bera mesta byrðar.

Ég er, sem (fyrrverandi??) Samfylkingarmaður, hissa og vonsvikinn með ákvarðanir míns flokks í þessum efnum.

Mér finnst eðlilegt að það tjón sem þjóðfélagið hefur orðið fyrir sé borið af öllum. Engan veginn er eðlilegt að lítilmagninn sé látinn bera það öðrum fremur með bruna á sínum sparnaði.

Ég legg til að sparnaður þessa hóps verði varinn á eftirfarandi hátt svo þeir sem ekki hafa farið í óhóflega skuldsetningu sitji við sama borð og innstæðueigendur:

Að ríkisstjórnin ákveði hver "hæfileg" íbúðarkaup séu m.t.t. búsetu og fjölskyldustærðar. Þannig gæti verið talið hæfilegt að þriggja manna fjölskylda á höfuborgarsvæðinu hefði keypt sér blokkaríbúð fyrir t.d 16-18 milljónir á síðustu árum. Hreina eign hverrar fjölskyldu ætti svo að tryggja upp að þessu marki (þ.e. tryggja allt eigið fé í eigninni ef verð eignarinnar fer ekki yfir ákveðin mörk) en fari fjárfestingin yfir mörkin kemur til skerðing vegna ónauðsynlegrar skuldsetningar.

Með þessu móti mun þriggja manna fjölskylda sem keypti íbúð á 16 milljónir með 3 milljón króna innborgun ekki tapa sínum sparnaði frekar en þeir sem áttu pening í banka. Þeir sem hins vegar ákváðu að fjárfesta umfram eðlilegar þarfir og keyptu íbúð á t.d 25-30 milljónir fá hins vegar einhverja skerðingu o.s.frv.

Pax pacis, 6.12.2008 kl. 15:48

13 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæl

Ég ítreka enn þakkir mínar fyrir athugasemdirnar. Ég ætla mér að bregðast við eftir megni og byrja bara á byrjuninni og fikra mig áfram.

Birna Dís.

Gott að við erum sammála um þáttinn. Ég óttast hinsvegar að enn eigi eftir að syrta í álin hjá mörgum. Aðalega þeim sem eiga eftir að missa vinnuna. Því miður gera spár flestra ráð fyrir því að atvinnulausum fjölgi um allt að helming til viðbótar á firstu mánuðum ársins. Fari úr uþb 7000 í 14000. Hjá þessum hópi verður vandinn mestur og þarna þurfa stjórnvöld að beina stuðningi sínum eftir megni á næstu misserum að mínu viti - ekki síst í húsnæðismálum.

En við skulum samt vona að viðspyrnan í gengismálunum gefi atvinnulífinu þrótt og dragi úr verðbólgu. Það er það sem við raunverulega þurfum mest á að halda.

Þórdís Bára.

Ég er ekki hissa á að þú hafir verið ósátt við okkur Magnús fyrst þú sérð bjargráðið í afnámi eða frystingu vísitölunnar. Ég er sannfærður um að það er villuljós og mun aðeins gera vont verra í okkar þjóðfélagi. Það hef ég rökstutt á annari grein og læt því duga að vísa til þeirra viðhorfa minna. Því fer hinsvegar fjarri að einhver fjármagnseigendaþjónkun sé grundvöllur þeirrar afstöðu minnar. Það áttu að geta séð ef þú lest pistil minn með opnum huga og sanngyrni.

Jakobína Ingunn

Ég er bara nokkuð sammála þér. Bæði um verðtrygginguna og úrræðin. Hátekjuskattur kæmi vel til greina að mínu viti og ekki síður auknar vaxtabætur. Þar komast fjármunirnir beint til þeirra til þeirra sem raunverulega þurfa á þeim að halda og hægt væri að sníða reglur um úthlutun þeirra þannig að þeir kæmust til skila. Slík forgangsröðun stjórnvalda væri mér mjög að skapi.

Anna

Sammála þér - bíðum með að brosa. Enn er krónann með belti og axlabönd og því allsendis óvíst hvort styrkingin verður viðvarandi. Hækkunin núna kemur þó flestum ánægjulega á óvart og því óhætt að gleðjast yfir því. Bensinið er amk strax komið neðar !

Meira síðar... Spaugstofan bíður...

bk

Hrannar Björn Arnarsson, 6.12.2008 kl. 21:17

14 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Afsakið þessa töf á svörum - stundum er bara ekki tími til neins :(

Héðinn

Varðandi samsetningu neysluvísitölunnar þá er í raun enginn einn sannleikur til í þeim útreikningi. Hún er sett saman af bestu manna yfirsýn til að mæla þróun verðlags og á henni eru gerðar nauðsynlegar breytingar, eins oft og þurfa þikir, til að það markmið náist.

Allar breytingar til að mæta þessu markmiði eru góðar og gildar að mínu viti. Það þýðir hinsvegar ekki að verjandi sé að fikkta í henni þannig að hún mæli ekki raunverulega verðbólgu, til þess að koma í veg fyrir að lán hækki. Þá væri allt eins gott að leggja þessa útreikninga niður og í raun skynsamlegra en að halda við einhverjum "villuútreikningum".

Ég ætla að leyfa mér að treysta sérfræðingum Hagstofunnar til að meta hvað sé réttast og skynsamlegast í þessum efnum, þ.e. treysta þeim til að tryggja að neysluverðsvísitalan mæli þróun verðlags á Íslandi, en ekki eithvað annað.

Þessir sömu sérfræðingar hafa t.d. bent mér á að einmitt vegna þess að inni í neyslugrunninum sem nú er verið að mæla, eru ýmsar lúxusvörur sem hafa kostað sitt, megi eiga von á talsverðri lækkun á vísitölunni þegar þessi varningur hrynur í verði - sökum minni eftirspurnar.

Hvað mun t.d. gerast á útsölunum eftir jólin, þegar flatskjáirnir, leðursófasettin og allur lúxusvarningurinn sem ekki selst í jólavertíðinni fer á brunaútsölu ? Vísitalan lækkar ! Ef þessar vörur væru farnar úr grunninnum vegna kröfunnar um að hann verði færður til dagsins í dag myndi slík lækkun ekki mælast og verðbólgan verða hærri.

Þetta er því ekki alveg einfalt og eins gott að treysta sérfræðingunum til að klára málið :)

Rökin gegn 5% hámark á vísitölubindinguna eru síðan þau sömu og gegn frystingu hennar í heild eða að hluta. Ég hef litlu við fyrri rök mín í þeim efnum að bæta. Eignatilfærslan frá lánveitendum til lántakendanna verður bara minni og kostnaður ríkissjóðs því á endanum minni. Sömu prinsipp en minni áhrif.

Benedikt

Lántakendur með verðtryggð lán eru fjarri því eini hópurinn sem er að fá á sig auknar byrðar vegna efnahagskreppunnar. Allir sem eiga húsæði sjá fram á rýrnun verðmæta sinna í þeim eignum - allir ! Óháð því hvort á eigninni hvílir verðtryggt lán, gengislán eða ekkert lán.

Verðstöðvun myndi ekki breyta því. Slík aðgerð myndi vissulega stöðva hækkun lánanna verðtryggðu, en lækkun húsnæðisverðsins yrði væntanlega þeim mun meiri á nafnverði eignanna.

Vandamál skuldsettra húseigenda liggur nefnilega fyrst og fremst í því að eignabólan sem myndaðist á húsnæðismarkaði er sprunginn og sú eignabóla var sprunginn áður en að bankahruninu kom. Vegna bankahrunsins verður eignarýrnunin hinsvegar meiri og hraðari.

Það er hinsvegar vissulega sjónarmið sem hægt er að rökræða um, hvort rétt sé að stjórnvöld á hverjum tíma bæti þeim einstaklingum sem fjárfesta á röngum tíma, þann skaða sem mögulega hlýst af því. Á það þá ekki við um fleira en húsnæði ? Spyr sá sem ekki veit...

Um neysluvísitöluna vísa ég síðan til svarsins til Héðins.

Friðrik

Sú sýn sem þú hefur á atburði undanfarinna vikna og afleiðingar þeirra svo fjarri minni að mér vefst eiginlega tunga um tönn - veit ekki hvar ég ætti að byrja og yfirhöfuð, hvort ég á að reyna að rökræða einstök atriði í pistli þínum.

Mér finnst þú ganga út frá þeirri grundvallarforsendu að stjórnvöld séu í einhverskonar íllmennabandalagi gegn heimilinum í landinu og allar aðgerðir í nútíð og þátíð séu úthugsað samsæri til að klekkja á almenningi.

Ég þikist vita að svo sé ekki og þvert á móti, séu ráðamenn þjóðarinnar að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lágmarka skaðann og leita leiða til að verja heimilin í landinu. Í þessum tilgangi leggja þeir nótt við dag þó öðru sé haldið fram.

Auðvitað geta samt átt sér stað mistök og auðvitað geta aðrir en ráðamenn haft réttara fyrirsér um hvað til bragðs ætti að taka. Umræða um slík atriði nær hinsvegar aldrei tilgangi sínum að mínu viti ef forsendur þeirra sem ræðast við eru eins og svart og hvítt.

Þannig sýnist mér málið liggja í okkar tilfelli og læt ég því kyrrt liggja. Þú hefur þína sýn á málið og ég mína.

Gísli Kr.

Mér þikir leitt að heyra ef þú metur þær fjölmörgu aðgerðir sem félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur gripið til, svo lítils að á þær sé vart þörf að minnast. Greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs stórefld, bæði til lenginar í lánum, frystingar afborgana að hluta eða í heild í allt að 3 ár og lengri skuldbreytingalán og mildari innheimtuaðgerðir ásamt heimild til að leigja þeim sem ekki ráða við afborganir sínar þrátt fyrir fjölþætt úrræði. Tilmæli voru send til allra banka um að frysta mynntkörfulán og taka upp úrræði Íbúðalánasjóðs þar til lán bankanna yrðu færð til sjóðsins.

Þúsundir heimila njóta nú þegar góðs af þessum úrræðum eins og ég þikist vita að þú veist. Margt var enda sótt í hugmyndabanka og ábendingar þess mikla fjölda einstaklinga sem hefur verið í sambandi við ráðuneytið á undanförnum misserum.

Þá eru lögin greiðslujöfnun gríðarlega mikilvæg að mínu viti, vilji menn tryggja að greiðslubyrði verðtryggðra lána vaxi ekki umfram greiðslugetu heimilina. Greiðslujöfnunnin tryggir nefnilega að greiðslubyrðin mun fylgja launaþróun og dregst reindar saman ef atvinnuleysi vex mikið. Þeir sem nýta sér greiðslujöfnun munu því halda sambærilegri greiðslubyrði og var í upphafi þessa árs.

Eins og þú nefnir, þá getur munað 10-20% á afborgunum greiðslujafnaðs láns og samskonar láns sem helst óbreytt. Er ekki fullmikið sagt að slík aðgerð skipti engu máli ?

Það er hinsvegar rétt að greiðslujöfnunin léttir ekki skuldum af fólki. Þær þróast eftir sem áður í samræmi við ákvæði skuldabréfanna, í samræmi við þróun vísitölunnar.

Um aðrar aðgerðir stjórnvalda, ekki síst félags- og tryggingamálaráðuneytisins má fræðast á vef ráðuneytisisns

http://www.felagsmalaraduneyti.is/upplysingar/

Að lokum er rétt að árétt það að enn er allt á fullu í stjórnkerfinu, ekki síður en víða í samfélaginu við að leita leiða til að bæta efnahagsástandið og verja stöðu heimilana. Sú vinna mun halda áfram á næstu misserum og aðgerðirnar koma fram eftir því sem þær mótast. Hugmyndirnar sem ræddar voru í Kastljósþættinum eru m.a. til skoðunar.

Við skulum því endilega halda áfram og efla úrræðin. Ræðum líka um það sem gert hefur verið af sanngyrni. Þannig tel ég amk líklegast að við náum sátt og samhljómi um lausnir sem duga.

Páll

Ég átta mig vel á því að krónan er bæði með kork og kút og flýtur því ekki alveg af sjálfsdáðum :) Það breytir því ekki að styrkingin kom flestum á óvart og hefur þegar haft gríðarlega áhrif á verðlag innfluttra vara og mynntkörfulána. Bensínið lækkar t.d. dag frá degi. Allt mun þetta telja þegar vísitlan verður mæld vegna desember og þannig telja þegar verðbætur verða metnar á lánum.

Við fáum síðan aukin tíma til að semja við eigendur krónubréfa um framhaldið og vonandi leiðir það til þess að hægt verði að forða stórfelldum flótta fjármagns úr landinu, þegar korkið og kútinum sleppir.

Þegar ég tala um skaplega verðbólgu, þá er ég að tala um 5-7% á 12 mánaða grunni. Ég geri mér ekki væntingar um skaplegra ástand næstu mánuðina, þó rétt sé að halda í vonina. Spádómar um óðaverðbólgu, 20-50% eftir spámanni, vona ég amk að séu út úr myndinni vegna þessara óvæntu styrkingu krónunnar.

Sigurbjörg

Verðtrygging launa hefur verið reynd og leiddi ásamt öðru til óðaverðbólgu. Undanfarin áratug og lengur hafa laun reyndar hækkað meira en neysluvísitalan og því hefðu launþegar tapað á slíkri tengingu. Lífeyrisþegar hafa hinsvegar einskonar verðtryggingu á sínum bótum þó ekki hafi komið til þess að hún yrði nýtt undanfarin áratug.

Markmið launþegahreyfingarinnar hlýtur alltaf að vera að tryggja að laun þróist ekki með verri hætti en almennt verðlag - markmiðið er aukinn kaupmáttur. Þó tengingin sé ekki bundin í lög, er hún samt til staðar þegar sest er að samningaborðinu. Í þrengingum eins og við göngum nú í gegnum, mun hinsvegar reynast þungt fyrir fæti að ná kjarabótum. Á endanum bera nefnilega heimilin í landinu, einstaklingarnir í hagkerfinu, vöxtinn eða samdráttinn sem þar er til staðar. Fyrirtækin, hið opinbera eða fjármálastofnanirnar eru bara milliliðir og verkfæri í þeirri hringrás fjármagnsins.

Almenningi verður þessvegna ekki forðað frá kreppunni - við verðum bara að kappkosta að ná okkur sem fyrst upp og hefja verðmætaskopun eins og við frekast getum. Sú verðmætasköpun skilar sér fljótt til heimilana í landinu.

Pax pacis

Ég get heilshugar tekið undir það með þér að því fer fjarri að afleiðingar kreppunnar bitna mismunandi á fólkinu í landinu. Ég er líka sammála þér í því að það er hlutverk ríkisstjórnarinnar að forgangsraða verkefnum og aðgerðum þannig að þeir sem minnst mega sín fái notið stuðnings.

Þannig eiga jafnaðarmenn að vinna og þannig tel ég að Samfylkingin hafi verið að vinna í þessari ríkisstjórn.

Afnám eða frysting verðtryggingar tel ég ekki vera leið jafnaðarmanna í slíku ástandi - þvert á móti. Með slíkri aðgerð væri alþingi að taka ákvörðun um að færa milljarða króna til tiltekins hóps, mest til þeirra sem skulda mest og færa byrgðarnar á almenna skattgreiðendur.

Ég teldi mun eðlilegr að slíkir fjármunir yrðu frekar nýttir til að styðja við þá sem missa tekjur (atvinnulausir og öryrkjar)og leita leiða til að halda uppi atvinnu og öflugu velferðakerfi.

Jafnaðarmenn eiga líka að leggja áherslu á að allir geti haft örugt húsaskjól. Ekki endilega þannig að allir eigi sitt húsnæði, heldur að öryggið sé tryggt. Slíkar áherslur hafa verið í öndvegi eftir að Samfylkining fór í ríkisstjórn og á þeirri braut verður vonandi áfram haldið.

Hugmynd þín um stuðning við þá sem nýlega hafa keypt íbúð er athyglisverð. Þeir sem ekki hafa keypt sér húsnæði að undanförnu munu væntanlega spyrja sig við slíka aðgerð, hversvegna þeim væru ekki greiddar umtalsverðar fjárhæðir með sambærilegum hætti.

Ég er á því að greiðslujöfnunin komi þeim sem hafa atvinnu að góðum notum og ættu að geta fleytt þeim í gegnum mestu erfiðleikana. Þeir sem missa tekjur þurfa önnur úrræði sem verið er að efla og ég hef áður bent á. Finni menn enn aðarar leiðir til að koma til móts við þá sem fara ílla út úr húsnæðisfjárfestingum sínum vegna verðlækkunnar og nái sátt um þau úrræði og fjármögnun þeirra væri það auðvitað frábært líka. Ég hef hinsvegar ekki enn séð raunhæfar tillögur í þeim efnum.

Læt þar með lokið viðbrögðum mínum og þakka enn og aftur fyrir athugasemdir ykkar og áhuga.

Bestu kveðjur,

Hrannar Björn Arnarsson, 9.12.2008 kl. 19:12

15 Smámynd: Pax pacis

Sæll Hrannar,

"Hugmynd þín um stuðning við þá sem nýlega hafa keypt íbúð er athyglisverð. Þeir sem ekki hafa keypt sér húsnæði að undanförnu munu væntanlega spyrja sig við slíka aðgerð, hversvegna þeim væru ekki greiddar umtalsverðar fjárhæðir með sambærilegum hætti"

Þeim sem áttu innstæður í bönkunum voru greiddar umtalsverðar fjárhæðir frá ríkinu þegar bankarnir féllu og byrðarnar færðar á skattgreiðendur og þeir sem áttu þar mestu eignirnar hafa sennilega keypt sitt húsnæði fyrir upphaf húsnæðisbólunnar og því engu tapað vegna kreppunnar.  Þeir voru tryggðir fyrir tapi, af ríkinu.  Það sama var ekki gert fyrir húsnæðiseigendur.  Ég sé ekki hvers vegna ekki eigi að gæta jafnræðis í því.  Af hverju eiga þeir sem mest eiga að fá að gjöf fjármuni fá ríkinu en ekki þeir sem minnst eiga? 

Ég vil taka fram að í þessari hugmynd minni er ég að tala um að færa mest til þeirra sem skulda mest heldur að þeir sem hafi ráðist í "eðlilega" skuldsetningu til að koma fjölskyldu sinni þaki yfir höfuðið verði tryggður sinn sparnaður á sama hátt og innstæðueigendum. Eðlilegt þætti mér að þessar bætur per fermetra dvíni eftir því sem húsnæði stækkar og að engar bætur fáist fyrir fermetrafjölda sem fer umfram eitthvað hámark (ég tel reyndar líka að eðlilegt hefði verið að binda innstæðutrygginguna við tiltekna hámarksupphæð).  En allt þetta eru útfærslatriði.  Aðalatriðið er að sparnaður vegna lágmarkshúsnæðis sé tryggður á sama hátt og innstæður í banka.  Svo má diskútera hvernig á að fara með húsnæði umfram lágmarksþörf.

Svo má til gaman geta þess að maður sem keypti sér 3ja herbergja íbúð árið 1998 fyrir 6 milljónir og seldi árið 2007 fyrir 20 milljónir, án þess að kaupa nýja, situr nú að 14 milljón króna eign, skattfrjálst, og ef hann setti peningana í banka, þá hirðir hann vexti og verðbætur af sama fólkinu og hann seldi á okurverði.

 Veslings fjölskyldan sem keypti íbúðina af þessum sama manni hefur e.t.v. keypt hana á 80% lánum og þá náð að spara 4 milljónir fyrir útborgun. Ef við áætlum gróflega að þessi fjölskylda hafi 500 þús. kr. í samanlagðar tekjur, útborguð laun 350 þús. og framfærslukosnaður með eitt barn 250 þús., þá tekur það þessa fjölskyldu 40 mánuði, eða 3.5 ár, að safna sér fyrir útborguninni.  Á þessu ári hafa skuldir þeirra hækkað um ca. 1.5 milljónir vegna verðbólgu. Á næsta ári er líklegt að þær hækki um 20% til viðbótar, eða um 3.3 milljónir og allt að 10% árið þar á eftir, eða um 2 milljónir, einnig vegna verðbólgu.  Heildarskuldir verða því tæpar 22 milljónir.  Á sama tímabili gæti íbúðin lækkað um ca. 15% og stendur þá í 17 milljónum.  Skuldir verða þá 5 milljónir umfram eignir.  Nú er algengt að fólk þurfi að taka á sig 10% launalækkun (ef það þá missir ekki vinnuna) mánaðarlegur sparnaður lækkar þá í um 80 þús. m.v. fyrri forsendur um framfærslukosnað. Greiðslubyrði lána eykst á sama tíma og má þá gera ráð fyrir að sparnaðarmöguleikar fjölskyldunnar séu komnir niður í 50 þús. á mánuði.

Það tekur þessa fjölskyldu 100 mánuði, eða rúm 8 ár að vinna sig upp á núllið fyrir atburði sem hún hafði ekkert vald á að afstýra eða bar ábyrgð á.  Á sama tíma eru innstæðueigendur, sem í flestum tilvikum eiga mun meiri eignir en þessi fjölskylda, gulltryggðir af ríkinu.  Þessir útreikningar eru svosem ekki alveg nákvæmir en sennilega erum við að tala um að allur sparnaður þessa fólks (fyrir utan lífeyrisgreiðslur) í samtals yfir 11 ár (plús/mínus 2 ár og hugsanlega mun meira ef verðþróun á markaði verður óhagstæðari) mun gufa upp ef ekkert verður að gert.  Hver verður þá lífeyrir þeirrar kynslóðar?

Þessar hamfarir sem nú eru að eiga sér stað má vel líkja við náttúruhamfarir.  Í náttúruhamförum bætir viðlagasjóður það tjón sem orðið hefur á húseignum vegna þess að það er talið sanngjarnt að utanaðkomandi áföll séu ekki borin eingöngu af þeim sem verður beint fyrir skaðanum heldur taki allir þátt í því.  En hver bætir skaðann í fjármálahamförunum?

Kveðjur,
Pax

Pax pacis, 9.12.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband